Eftir að hafa lesið þetta muntu aldrei henda lárperusteinum – DV

0
96

Það er mjúkt og ljósgrænt innihald lárperunnar sem fólk sækist eftir enda hið mesta ljúfmeti og ekki skemmir hollustan fyrir. En þú ættir að íhuga að nota steininn líka. Flestir henda honum bara en það er hægt að nýta hann til góðra hluta. Avókadó er einn hollasti ávöxturinn sem til er en steinninn er hollasti hluti hans að sögn Healthyfoodhous sem bendir á að hann er ætur.

Það er því engin þörf á að henda steinunum í ruslið. Það er betra að geyma þá og nýta hollustuna sem er í þeim. Þeir hafa góð áhrif á heilsuna og vinna gegn sjúkdómum.

Eftir því sem Healthyfoodhouse segir þá eru fimm góðar ástæður fyrir að geyma steinana og nota þá síðar.

Þeir örva ónæmiskerfið og stykja það. Þannig verður þú betur í stakk búin(n) til að halda kvefi og flensu fjarri þér. Steinarnir hjálpa líkamanum einnig við að takast á við sjúkdóma sem þú gætir þegar verið búin(n) að ná þér í.

Vinna gegn krabbameini. Steinarnir innihalda flavónóíð sem er öflugt andoxunarefni sem heldur aftur af og dregur úr útbreiðslu krabbameins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem var birt í Pharmaceutical Biology árið 2013.

Andoxunarefni hjálpa einnig til við að halda húðinni sléttri og stífri því þau styrkja enduruppbyggingu kollagens og draga úr hrukkuþróun.

Steinarnir vinna gegn veiru- og bakteríusjúkdómum og eru góðir gegn niðurgangi og koma í veg fyrir bólgur og hægðatregðu.

Þeir hafa einnig jákvæð áhrif á hjartað því þeir eru fullir af trefjum sem hjálpa til við að halda kólesterólinu niðri og það er gott fyrir hjartað. Andoxunarefnin vinna einnig gegn hjarta- og æðasjúkdómum á borð við hjartaáfall og heilablóðfall.

Þú þarft ekki að stinga heilum steini upp í þig og reyna að vinna á honum með tönnunum. Það er hægt að mylja hann og bæta út í sósu, te eða hristing.

Healthyfoodhouse mælir með að þurrir steinar séu settir í plastpoka og barðir með hamri til að mylja þá.