Eftir fund í forsætisráðuneytinu hefur KSÍ ákveðið að skipa starfshóp um jafnréttismál – DV

0
83

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að skipa starfshóp um jafnréttismál en þetta var ákveðið á síðasta fundi stjórnar sem fram fór 12 apríl.

Fundargerð fundarins hefur nú verið birt en þar kemur fram að Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri hafi fundað með fólki úr forsætisráðuneytinu vegna jafnréttismála.

Stjórn KSÍ samþykkti að tilnefna Óskar Örn Guðbrandsson og Klöru Bjartmarz í samráðshóp Mennta- og barnamálaráðuneytins um samhæfða nálgun í öryggismálum og þjónustu á knattspyrnuleikjum og öðrum íþróttaviðburðum.

Úr fundargerð stjórnar KSÍ:
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður greindi frá fundi sem hún og framkvæmdastjóri áttu með fulltrúum úr forsætisráðuneytinu um jafnréttismál. Stjórn samþykkti að skipa starfshóp um jafnréttismál og gaf formanni og framkvæmdastjóra umboð til að skipa hópinn.

b. Rætt um stofnun fagráðs með hliðsjón af þeim fyrirmyndum um fagráð sem til eru. Stjórn samþykkti að fela formanni og framkvæmdastjóra að leiða málið og gera tillögu að skipan til stjórnar.