5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Eftirlitsaðilar heimsóttu Vöku

Skyldulesning

Gámastæður og bílhræ á lóð Vöku.

Gámastæður og bílhræ á lóð Vöku.

Fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins skoðuðu í gær aðstæður á athafnasvæði Vöku við Héðinsgötu í Reykjavík.

„Ef íbúar hafa áhyggjur er ósköp eðlilegt að við bregðumst við því,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. „Þessi heimsókn var ekki á áætlun heldur var verið að bregðast við ábendingum. Nú tekur við frekari úrvinnsla, við þurfum að greina málið betur og átta okkur á því hvernig það er vaxið,“ segir Jón Viðar. Málefni Vöku voru til umræðu á fundi Íbúaráðs Laugardals á mánudaginn og var þeim vísað til frekari umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.

Reynir Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vöku, segir í Morgunblaðinu í dag, að ef frávik í starfseminni hafi komið upp við heimsókn eftirlitsaðilanna í gær verði brugðist við þeim innan þess tímaramma sem gefinn er.

Innlendar Fréttir