10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Eftirsóttur á Englandi

Skyldulesning

Diogo Jota og Ben White eigast við í leik Brighton …

Diogo Jota og Ben White eigast við í leik Brighton og Liverpool á dögunum.

AFP

Ben White, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Brighton, er eftirsóttur af stærstu liðum Englands en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

White er einungis 23 ára gamall en hann eyddi síðasta keppnistímabili á láni hjá nýliðum Leeds sem unnu ensku B-deildina nokkuð sannfærandi á síðustu leiktíð.

Sky Sprts greinir frá því að Tottenham, Manchester United og Chelsea hafi öll mikinn áhuga á leikmanninum sem hefur einnig verið orðaður við Liverpool að undanförnu.

White byrjað alla tíu leiki Brighton á tímabilinu til þessa en hann er samningsbundinn enska félaginu til sumarsins 2024.

Hann er metinn á 12 milljónir punda en Brighton mun ekki selja einn sinn efnilegasta leikmann fyrir minna en 30 milljónir punda.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir