2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Ég á ekki töfrasprota til að laga þetta

Skyldulesning

Lampard á hliðarlínunni í leiknum.

Lampard á hliðarlínunni í leiknum. AFP/Adrian Dennis

Frank Lampard stjóri Everton var óánægður eftir 4:0-tap sinna manna gegn Crystal Palace í 8-liða úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu í gær.

Lampard setti stórt spurningarmerki við hugarfar leikmanna sinna og sagðist ekki eiga töfrasprota til að breyta því.

„Ég á ekki töfrasprota til að komast inn í hausinn á fólki og breyta hugarfari þess. Það er vinna sem tekur tíma en er í gangi. Vandamálið er að við höfum ekkert allt of mikinn tíma.“

Með sigrinum vann Crystal Palace sér inn farseðil á Wembley-völlinn en undanúrslit keppninnar fara fram þar. Lampard var sár að hafa misst af tækifærinu að spila þar.

„Þetta er úrslitaleikur um hvort liðið kemst á Wembley og við töpum 4:0. Það var ekki af því að við spiluðum illa eða af því að Palace spilaði vel, heldur vegna skorts á sjálfstrausti. Það er ekki hægt að kenna taktíkinni um, fyrstu 20 mínúturnar komst Palace ekki yfir miðju.

Ef þú nýtir ekki færin þín fyrir framan markið fer sjálfstraustið. Ef sjálfstraustið fer verður erfiðara að nýta færin. Ef þú leyfir andstæðingnum að valsa inn í vítateiginn þinn og klára auðveldlega, þá gerir hann það. Þetta er ekkert flóknara.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir