Það verður ekki annað sagt en að á milli Binna og Dóra eru griðarsterk tengsl sem hafa varað um langa hríð. Þeir geta ekki án annars verið og horfir Binni nú fram á laaaangt frí án vinar síns og sérstaklega þar sem Dóri er að fara í skemmtiferð til Thailands og Binni fær ekki að koma með!

Eðlilega veldur þetta Binna áhyggjum og hefur hann verið frekar þurr á manninn undanfarna daga þvi það líður að aðskilnaði þeirra félaga

Svo gerðist það uppúr þurru að Binni hreinlega brotnaði niður og sagðist bara ekki geta þetta meir og Dóri besti vinur hans glotti bara við tönn eins og myndin sýnir. “Ég er að fara til Thailands, ligga ligga lá” sönglaði Dóri í sífellu

Þarna bugaðist Binni og brotnaði niður….

Nú er verið að vinna í því að koma Binna með í ferðina hans Dóra en ekki er víst að það takist…