7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

„Ég er djúpt snortin af þakklæti“

Skyldulesning

Vanda Sigurgeirsdóttir var kosinn formaður KSÍ á ný á ársþingi KSÍ sem fram fór í dag. Sævar Pétursson var mótframbjóðandi Vöndu.

Vanda fékk 105 atkvæði en Sævar fékk 44 atkvæði og því um öruggan sigur Vöndu að ræða.

Vanda sendi frá sér yfirlýsingu á facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn.

„Ég er djúpt snortin af þakklæti fyrir þennan mikla stuðning. Ég vil þakka Sævari fyrir drengilega kosningabaráttu, kosningahópnum mínum kærlega fyrir hjálpina, vinum og fjölskyldu fyrir allan stuðninginn, Kobba og börnunum mínum fyrir endalausa hvatningu og ást, fólki alls staðar úr samfélaginu fyrir pepp og stuðning og síðast en ekki síst þessari mögnuðu knattspyrnuhreyfingu fyrir ótrúlega kosningu. Ég er nánast orðlaus og get ekki beðið eftir að vinna með ykkur öllum,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, nýkjörinn formaður KSÍ á facebook síðu sinni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir