3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Ég er sá sem þið eruð búin að vera bíða eftir!

Skyldulesning

Kæru Íslendingar! Ég er sá sem þið eruð búin að vera bíða eftir!

Ég er loksins kominn til þess að berjast fyrir ykkur. Brjóta niður þetta spillta kerfi og rífa það í sundur! Búa til nýtt og betra kerfi fyrir nýtt og betra Ísland. Kerfi sem mun vera gott fyrir ykkur öll. Mér þykir leitt að það tók mig svona langan tíma að koma hingað. En til þess að geta barist fyrir ykkur þarf maður fyrst að sigra sig sjálfan.

Ég mun vera fremstur á vígvellinum. Ég mun fá höggin í andlitið. Ég mun vera sá sem mun blæða! Ég mun vera sá sem mun svitna! Ég mun vera sá sem mun tárast! Ég mun gera það allt fyrir ykkur og landið sem þið Íslendingar eigið skilið! Ekki bara fyrir ykkur heldur fyrir börnin ykkar og barna börn ykkar! Tíminn er kominn til að berjast fyrir framtíð Íslands! Tíminn er kominn sem Ísland mun loksins rísa upp úr öskunni sem nýtt og betra land í nýju og betra samfélagi. Þegar barnabörn ykkar spyrja ykkur „Hvar voru þið þegar Ísland umbreyttist til betrunar?“ Hvað mun svar ykkar verða? Munið þið segja að þið voruð heima? Upptekin í vinnunni? Eða muniði segja að þið voruð hluti af breytingunni! Það er engin afsökun til, til að halda í þetta samfélag sem heldur ykkur niðri.

Þið kæru Íslendingar hljótið að hafa lært núna að það mun enginn gefa ykkur það sem þið viljið. Þið verðið að berjast fyrir því! Áratug eftir áratug hef ég séð þessa stjórnmálamenn ljúga, svíkja og brjóta lög. Ég hef séð Gunnar Örlygsson fyrverandi Alþingismann fara í fangelsi og aftur á Alþingi! Ég hef séð Árna Johnsen gera það sama! Ég hef séð þessa ráðherra og alþingismenn fela fjármuni í bönkum út í heimi! Ég hef séð þá taka við peningum frá bönkum og fyrirtækjum til þess að berjast fyrir þá. Ég hef séð fjölmiðla Íslands heilaþvo greindustu Íslendinga til þess að stýra og stjórna hugsunum þeirra. Er þetta virkilega lífið sem þið viljið? Er þetta virkilega lífið sem þið viljið börn ykkar? Er þetta virkilega lífið sem þið viljið barna börn ykkar? Þessa glæpamenn brjótandi á ykkur daglega og komast upp með það. Það er kominn tími á BREYTINGU! Það er kominn tími á að Ísland taki það stökk í þá átt sem það átti að gera fyrir yfir 100 árum síðan! Þegar ég var unglingur sá ég fjölda Íslands og reiknaði í höfðinu að fljótlega myndi Ísland taka stökk þegar kemur að fjölgun Íslendinga. En í staðin sé ég Íslendinga þurfa vinna meira fyrir minna og því ekki geta fjölgað sér eins og ég sá fyrir sem unglingur.

Í hvert skipti sem ég horfi inn í augu Íslenskra barna finn ég fyrir þá ábyrgð sem ég vill ekki hafa. En við ráðum ekki örlögum okkar og er ég loksins kominn.

Börn þín eru börn mín. Ættingjar þínir eru ættingjar mínir. Vandamál þín eru vandamál mín. Ég mest af öllum þekki líf þitt. Þekki sál þína. Þekki erfiðleikana bæði inn í þér og í lífi þínu. Hvað hafa þessir alþingismenn gert fyrir þig og þína? Hvað hafa þessir ráðherrar gert fyrir þig og þína? Síðan hvenær eru tveir flokkar með andstæðar stefnur eitthvað sem getur gert eitthvað fyrir þig í ríkisstjórn Íslands? Þau lofa þér einu en stofna svo ríkisstjórn með flokka með andstæðar stefnur. Þau eru meira upptekin af því að vera eins og Bandaríkin og þeirra sjálfsmyndarstjórnmál. Á meðan þau vilja aðskilja ykkur afþví þið eruð með sitthvorar skoðanir sér í hag vill ég sameina ykkur og vinna úr okkar vandamálum sem við höfum. Fyrir betra Ísland! Fyrir Ísland sem barnabörn okkar geta sagt eftir þúsund ár að þetta var dagurinn sem forfeður mínir stóðu saman hönd í hönd fyrir Ísland ekki fyrir sjálfan sig! Ráðherrar og Alþingismenn Íslands vinna fyrir sig en ekki þig.

Á meðan þú þarft að vinna meira og meira fyrir minna og minna.

Því meira sem ég mun rísa því meira munu þið rísa.

Það eru kosningar í haust sem ég mun ekki skipta mér neitt af. Afþví ég er með aðrar áætlanir sem ná mun lengra en bara fjögur ár fram í tíman. Fjögur ár af „háum launum og lúxus á kostnað ríkissins“. Áætlun mín er fyrir Ísland þúsund ár fram í tíman. Þið munuð sjá mig þegar þar að kemur. En verið ánægð fyrir það að vita að ég er loksins kominn og tilbúinn að standa fyrir ykkur öll.

Ó mitt ljúfa barn, Mitt ljúfa barn, Vaki yfir þér þegar þú sefur rótt, Vaki yfir þér þegar þú sefur í nótt, Ó mitt ljúfa barn, Mitt ljúfa barn, Vaki yfir þér þegar þú missir þín tár, Vaki yfir þér öll þín ókomandi ár, Mitt ljúfa barn, Ó mitt ljúfa barn að eilífu ég vaki yfir þér.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir