10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

„Ég er stolt að mamma sé fylgdarkona“ – Komst að sannleikanum tólf ára

Skyldulesning

Markaðsverð á orku segir ESB

Hálfur september

Björn Bjarnason á ferð

Þegar Marie Rose var aðeins fimm ára gömul fann hún myndir af móður sinni klæddri sem drottnari (e. dominatrix) í djörfu tímariti. Þegar hún var tólf ára viðurkenndi móðir hennar að hún starfaði innan kynlífsiðnaðarins, og skyndilega small púslið saman.

Marie er tvítugur nemi frá London og segir frá því í viðtali við Fabulous Digital að hún hefur aldrei skammast sín fyrir að móðir hennar sé fylgdarkona. Hins vegar er hún stolt af móður sinni.

Marie segir að hún hafi alltaf vitað að vinna móður hennar væri „eitthvað óhefðbundin því hún vann mikið um kvöld og helgar. Ég hafði mínar grunsemdir þegar hún sagðist vera í einhverju skrifstofustarfi tengt tölvum.“

Móðir Marie, Charlotte Rose, sagði henni sannleikann þegar hún var tólf ára.

„Ég var ekki hissa. Ég hugsaði að það væri mun betra en leiðinleg skrifstofuvinna. Það var líka frábært að vita að grunsemdir mínar hafi verið réttar og ég kunni að meta að hún hafi sagt mér sannleikann,“ segir Marie.

Marie rakst á mynd af móður sinni í djörfu tímariti þegar hún var fimm ára.

Charlotte byrjaði að starfa innan kynlífsiðnaðarins þegar hún var sautján ára gömul. Hún var einstæð móðir og ól upp Marie og bróður hennar.

Hún reyndi að halda starfi sínu leyndu fyrir börnum sínum eins lengi og hún gat en ákvað að segja þeim sannleikann þegar einhver reyndi að kúga hana. Aðilinn sagðist ætla að segja öllum sannleikann um hana ef hún myndi ekki borga honum eða sofa hjá honum. Charlotte ákvað að taka völdin frá aðilanum og sagði sínum nánustu sannleikann.

Marie segir að hún sé mun nánari móður sinni núna heldur en þegar hún var yngri, þar sem móðir hennar vann mikið og var lítið til staðar.

„Viðskiptavinir hennar komu aldrei heim, ég hef aldrei hitt þá og vill það ekki,“ segir Marie.

„Mamma hefur verið mjög opin um gagnrýnina sem hún hefur fengið vegna starfsins, við höfum tvisvar verið rekin úr húsnæði vegna þess, en ég skammast mín ekki fyrir það sem hún gerir. Ef fólk vill dæma þá er það þeirra. Ég er mjög sátt með að vera ég sjálf, elska mömmu mína og iðnaðinn sem hún starfar innan. Skiptir mig engu ef fólk hefur eitthvað við því að segja.“

Marie hefur ekkert að fela og er stolt af móður sinni.

Marie er opin bók þegar kemur að móður sinni og felur það ekki fyrir neinum hvað hún þekkir. „Ég er svo stolt af mömmu minni, hún veitir mér innblástur og er einstök.“

Charlotte ræðir einnig við Fabulous Digital og segir að ef það hefði ekki verið fyrir kynlífsiðnaðinn þá hefði hún ekki haft efni á því að fara með Marie í ferðalög og kaupa handa henni flotta síma og aðrar lúxusgjafir.

„Fyrir mig var starfið valdeflandi og gaf mér sjálfstraust. Það hjálpaði mér ekki bara persónulega heldur leyfði mér að vera betri móðir fyrir börnin mín,“ segir hún.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir