-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Ég hef aldrei stutt þessi stríð vesturlandabúa í mið-austurlöndum

Skyldulesning

Ég segi það bara beint út, mér finnst mjög heimskulegt að senda heilan her af Bandarískum, Breskum og „restin af NATO“ inn í lönd sem þau hafa ekkert að gera inn í. En svo þegar maður horfir á þetta myndband sem ég er að deila. Þá finnur maður smá sorg í hjarta. Þetta lið fór þangað. Eyddi öllum þessum pening, tíma og lífum til þess að „hjálpa“ landinu. Svo þegar þau fara. Er virkilega ekkert skilið eftir annað en nokkur tóm hús og tómir turnar. Sem hafa ekki einusinni myndavélar og eða talstöðvar. Segja svo við hermenn AFghanistan þvílíkt stoltir. Þetta er gjöf okkar til ykkar.

Endar svo með upptöku af Afghöngsgum? hermönnum í einum af turunum og það er spurt „Ef ráðist er á ykkur, hvernig látiði hina vita?“ Svarið er „Turnarnir eru svo nálægt hvort öðrum að við veifum bara. Afþví við höfum ekki talstöðvar.“ Sagði svo „Vonandi fáum við talstöðvar fljótlega“ eitthvað Allah veit ekki en þýddist í „God willing“. Við fáum vonandi fljótlega talstöðvar „God willing“. Turnarnir eru ekki nálægt hvort öðrum. Þetta var gríðalega stór herstöð, með flugvelli og öllu. Afghanir eiga vernda það með því að veifa til hvort annars.

En svona er þetta. Virkilega mæli með þessu gríðalega fræðandi og skemmtilegu myndbandi. En á sama tíma mjög sorglegt.


Innlendar Fréttir