„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“ – DV

0
97

Fyrirsætan Monica Huldt segist leyfa manninum sínum að sofa hjá öðrum konum þegar hann vill, því hún vilji gera allt til að gera hann hamingjusaman. Hann fái meira að segja að sofa hjá öðrum konum á meðan hún er heima að sinna húsverkum. Þetta kemur fram í viðtali við Huldt á YouTube-rásinni Love Don’t Judge. Þar sagði Huldt, sem býr í Arizona í Bandaríkjunum, frá hvernig hjónabandi hennar er háttað.

Hún segist vera sjálfsútnefnd „hefðbundin-eiginkona“ sem leyfi manninum sínum að sofa hjá öðrum konum til að gleðja hann. Hún segist kjósa að setja þarfir eiginmannsins, sem heitir John, framar sínum eigin því það að vera „hefðbundin-eiginkona“ sé „ástartjáning“ hennar.

Hún segir að margir telji að hún hafi glatað sjálfsvirðingu sinni með þessu en hún segir að sér sé slétt sama um hvað aðrir segja. „Ég hef alltaf verið með tilhneigingu til að vera undirgefin og ég hef alltaf laðast að sjálfsöruggum og ráðandi körlum. Ég elska að láta fólk, sem ég elska, líða vel. Það er ekki þannig að ég sé lítil hjálparlaus stúlka, alls ekki,“ sagði hún.

Hún segir að 98% af tíma hennar snúist um John því hún sjái um öll húsverkin á meðan hann er í vinnunni.  Þegar hún sinnir húsverkum vill hún vera í kjól og með andlitsfarða því John á að hafa „eitthvað fallegt að horfa á“.