-1 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Ég næ mér niðri á honum!

Skyldulesning

„ Ég veit ekki hvað ég hef gert honum, þetta var algjörlega tilefnislaus árás, alveg uppúr þurru“ sagði Dóri hundblautur í stakkageymslunni þar sem náðist mynd af honum eftir svaðilfarirnar í vinnslunni.

„Maður er að reyna að leggja sig fram um að hafa þrifalegt í vinnslunni, spúla allt hátt og lágt og þetta eru þakkirnar! Ég verð að segja að vaktformaðurinn olli mér miklum vonbrigðum og það er ljóst að þessu verður ekki tekið þegjandi….!

Ljóst er að þungt er í Dóra eftir þetta áfall og það mun taka nokkurn tíma að jafna sig eftir þetta.

„Hvar er áfallahjálpin hér um borð þegar svona nokkuð kemur fyrir.. Hvert á maður að leita til að öðlast sálarró?“ spyr Dóri með angistarsvip

 

Það verður fátt um svör hjá blm en að lokum hvíslaði Dóri kankvíslega….

„Ég næ mér niðri á honum úti á Tene…þar skal ég sko bleyta í honum, bæði að innan og utan“

Glottandi fór Dóri að tína af sér blautan sloppinn skipta um hárnet og reyna að koma sér í stand aftur

Við vonum að Dóri jafni sig að lokum.

Innlendar Fréttir