Robert Kiyosaki höfundur bókanna „Ríkur pabbi, fátækur pabbi“ spáir hruni Credit Suisse. Mynd © Gage Skidmore CC 3.0. Robert Kiyosaki, höfundur bókanna „Ríkur pabbi, fátækur pabbi“ spáði hruni Lehman Brothers 2008 mörgum mánuðum áður en bankinn fór á hausinn og orsakaði fjármálakreppu í öllum heiminum. Eftir að Silicon Valley Bank fór á hausinn bendir hann á Credit Suisse sem næsta banka sem fellur. „Vandamálið er skuldabréfamarkaðurinn, hann mun hrynja“ segir Kiyosaki. Kiyosaki segir í viðtali við Fox News á mánudaginn skv. Daily Mail, að skuldabréfamarkaðurinn myndi hrynja og Credit Suisse væri næsta fórnarlamb fjármálakreppunnar. Robert Kiyosaki hefur skrifað 26 bækur sem hafa verið þýddar á 51 tungumál og selst í yfir 41 milljónum eintaka í öllum heiminum.
Hlutabréf bankans hafa lækkað -67% á einu ári Svissneski stórbankinn Credit Suisse hélt áfram að falla hlutabréfamörkuðum föstudag, þrátt fyrir loforð seðlabankans um að tryggja lausafé þegar þörf krefur. Credit Suisse náði sér á strik á fimmtudaginn eftir mjög mikla lækkun á miðvikudaginn, en stefnir nú aftur niður. Hlutabréfin opnuðu á plús og fóru sem mest niður – 14.3% eftir hádegi föstudag og voru um -10% áður en markaðir lokuðu. Á einu ári hafa hlutabréf bankans lækkað um – 67%.
Seðlabanki Sviss tilkynnti að hann myndi lána Credit Suisse allt að 50 milljörðum svissneskra franka, jafnvirði 560 milljarða sænskra króna. Var það sagt eftir að samruna við keppinautinn UBS var hafnað. Samtímis hefur stærsti stjórnmálaflokkur Sviss, Svissneski þjóðarflokkurinn, snúist gegn því, að stjórnvöld veiti Credi Suisse fjárhagslegan stuðning með skattapeningum.