8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

„Ég var við dauðans dyr en fékk upprisu“

Skyldulesning

Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir, betur þekkt sem Beta Reynis, segir sögu sína á einlægan og fallegan hátt í nýju bókinni Svo týnist hjartaslóð. Beta segir höfund bókarinnar, Valgeir Skagfjörð, ekki aðeins hafa skrifað sögu hennar heldur hafi hann einnig heilað hana og hjálpað henni að horfast í augu við fortíð sína.

Svo týnist hjartaslóð segir frá baráttu Betu við að komast í gegnum veikindi og fóta sig aftur í lífinu. Hún segir frá átakanlegri ástarþráhyggju og meðvirkni sem hún hefur glímt við.

Beta er í viðtali í nýjasta tölublaði DV.

Bók hennar, Svo týnist hjartaslóð, er komin í verslanir.

Þegar Beta var 33 ára og í blóma lífsins, með tvö ung börn, þar af annað aðeins þriggja mánaða, var henni kippt út úr tilverunni þegar hún skyndilega veiktist og greindist með sjaldgæfa taugasjúkdóminn Guillian-Barré.

„Líf mitt breyttist þegar ég veiktist. Ég þurfti að búa mér til líf í öðru umhverfi. Allt í einu var ég heilsulaus. Ég var við dauðans dyr en fékk upprisu. En ég fékk aldrei tækifæri til að syrgja það að hafa misst heilsuna,“  segir hún.

Í viðtalinu segir Beta einnig frá því þegar hún var fjögurra ára gömul og var vakin um miðja nótt og þurfti að flýja heimili sitt vegna Heimaeyjargossins, þann 23. janúar 1973.

Þú getur lesið viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði DV. 

Innlendar Fréttir