7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Eiður Aron aftur heim til Vestmannaeyja

Skyldulesning

ÍBV, hefur fengið mikinn liðstyrk fyrir næsta tímabil en varnarmaðurinn, Eiður Aron Sigurbjörnsson, hefur skrifað undir þriggja ára samning við liðið og snýr því aftur til Vestmannaeyja og leikur með liðinu í Lengjudeildinni á næsta tímabili.

Eiður Aron, hefur verið á mála hjá Val síðan árið 2017, þar vann hann þrjá Íslandsmeistaratitla og varð einnig bikarmeistari með liðinu. Fyrir það hafði Eiður spilað með ÍBV á Íslandi. Eiður hefur einnig reynslu úr atvinnumennsku en hann hefur spilað með liðum á borð við Örebro, Sandnes Ulf og Holestein Kiel.

Eiður hefur góða reynslu úr efstu deild, hann á að baki 155 leiki þar og hefur skorað sjö mörk í þeim leikjum. Hann hefur einnig spilað einn A-landsleik.

Við færum ykkur mikinn fögnuð!

Posted by ÍBV Knattspyrna on Tuesday, December 8, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir