4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Eiður Smári um Gylfa Þór: „Hefur karakterinn í að bíta á jaxlinn“

Skyldulesning

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton hefur heldur betur áttu góðu gengi að fagna síðustu daga. Gylfi hefur byrjað þrjá síðustu deildarleiki Everton og hafa þeir allir unnist.

Sigrar gegn Chelsea og Arsenal á heimavelli og sterkur sigur gegn Leicester á útivelli.

„Í rauninni er þetta aðeins það sem Gylfa vantaði aðeins á þessu tímbili, að hann fengi tvo eða þrjá leiki og fengi aðeins að vera í friði inn á vellinum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen á Símanum í gær um stöðu Gylfa.

Everton byrjaði tímabilið vel með Gylfa á bekknum. „Byrjunin var góð, þá var Gylfi utan liðs. Þegar Gylfi kom svo inn í liðið tók liðið upp á því að tapa og þetta spilaðist ekki alveg fyrir Gylfa. Það má alveg segja að þá hafi Gylfi ekki verið upp á sitt besta, þessa leiki sem hann kom inn fyrir mánuði eða tveimur.“

Hann segir þessa endurkomu Gylfa í liðið sanna allt. „Núna sjáum við hans rétta andlit og það sýnir okkur það að hann hefur karakterinn í að bíta á jaxlinn og berjast fyrir sínu sæti.“

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir