Eigandi Wrexham vill komast í golf með Bale – Vonast til að geta sannfært hann um endurkomu – DV

0
65

Rob McElhenney annar af eigendum Wrexham vonast eftir því að geta platað Gareth Bale upp úr skónum og fengið hann til að byrja aftur í fótbolta.

Gríðarleg gleði er í kringum Wrexham en liðið er komið upp úr utandeildinni á Englandi og í fjórðu efstu deild Englands.

Wrexham er staðsett í Wales sem er heimaland Bale en kantmaðurinn knái ákvað að hætta í fótbolta eftir Heimsmeistaramótið í Katar.

„Hæ Bale, spilum golf saman. Ég mun alls ekki reyna í fjóra tíma að sannfæra þig um að hætta við að hætta og taka eitt draumatímabil með okkur,“ skrifar McElhenney á Instagram síðu Bale.

McElhenney og Ryan Reynolds eiga Wrexham en Bale sendi kveðju á félagið eftir að sætið var tryggt um helgina.

Enski boltinn á 433 er í boði