Home Enski Eigandinn seldi fyrirtæki sitt fyrir milljarð punda – Heimta nú Mbappe og...

Eigandinn seldi fyrirtæki sitt fyrir milljarð punda – Heimta nú Mbappe og Haaland – DV

0
25
eigandinn-seldi-fyrirtaeki-sitt-fyrir-milljard-punda-–-heimta-nu-mbappe-og-haaland-–-dv

Stuðningsmenn Wrexham í ensku utandeildinni heimta nú að eigendur félagsins kaupi leikmenn á borð við Kylian Mbappe og Erling Haaland.

Ástæðan er sú að annar af eigöndum félagsins, leikarinn Ryan Reynolds, hefur selt símafyrirtækið Mint Mobile til Telecom fyrir milljarð punda.

Bankabók Reynolds hefur svo sannarlega hækkað eftir þá sölu en hann á félagið ásamt Rob McElhenney sem starfar einnig sem leikari.

Wrexham er í efsta sæti fimmtu efstu deildar Englands þegar níu umferðir eru eftir á tímabilinu.

Fjölmargir stuðningsmenn Wrexham fréttu af sölunni og hafa verið duglegir að senda skilaboð á eiganda sinn.

Wrexham er lang ríkasta félagið í National deildinni og gæti svo sannarlega styrkt sig mikið í sumarglugganum.

Enski boltinn á 433 er í boði