10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Eigendur City með tíu ára plan fyrir Messi ef hann kemur 34 ára til félagsins

Skyldulesning

Manchester City og eigendur félagsins eru sagðir hafa teiknað upp tíu ára plan fyrir Lionel Messi ef hann er tilbúinn að koma til félagsins næsta sumar.

Messi fagnar 34 ára afmæli sínu í júní á næsta ári þegari samningur hans við Barcelona verður á enda, ekki er öruggt hvað Messi tekur sér fyrir hendur.

Pep Guardiola stjóri Manchester City hefði áhuga á því að Messi og eigendur félagsins City Football Group eru á sama máli. Ensk blöð segja í dag að eigendur félagsins telji að Messi gæti hjálpað til við að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn.

City Football Group á fjölda knattspyrnufélaga um allan heim og plan þeirra fyrir Messi er áhugavert. Þar segir að Messi myndi í tvö ár leika með Manchester City.

Hann myndi svo færa sig yfir í MLS deildina 36 ára og ljúka ferlinum með New York City, þar gæti hann upplifað draum margra mað búa í New York.

Eftir að skórnir færu í hilluna yrði Messi svo gerður að sendiherra félagsins og gæti þannig hjálpað City Football Group að auglýsa vörumerki sitt næstu árin á eftir.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir