Eigendur Manchester City búnir að kaupa þrettánda félagið – Vísir

0
153

Eigendur Manchester City búnir að kaupa þrettánda félagið City Football Group, sem á meðal annars enska stórliðið Manchester City, heldur áfram að stækka fótboltafjölskyldu sína.

CFG hefur nú gengið frá kaupum á brasilíska fótboltafélaginu Bahia og gerir sér von um að þeir geti hjálpað að auka fjármagnsflæðið inn í brasilíska boltann.

The Athletic og BBC segir frá kaupunum á Bahia en CFG eignast níutíu prósent hlut í brasilíska félaginu. Félagið spilar í efstu deild í Brasilíu og varð síðast meistari 1988. Bahia hefur hins vegar ekki endað ofar en í áttunda sæti frá árinu 2001.

Manchester City s owners City Football Group have completed their acquisition of Esporte Clube Bahia, a Brazilian top-flight side located in the country s northeastern region. #MCFC

— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 4, 2023 Bahia verður þar með þrettánda félagið í eigu City Football Group en það frægasta er auðvitað Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

CFG á einnig New York City í Bandaríkjunum, Melbourne City í Ástralíu, Montevideo City Torque í Úrúgvæ, Troyes í Frakklandi, Lommel S.K. í Belgíu, Mumbai City á Ítalíu, Girona á Spáni, Sichuan Jiuniu í Kína, Yokohama F. Marinos í Japan og Palermo á Ítalíu. Hjá flestum á CFG annað hvort allt félagið eða meirihluta en minnihluta hjá nokkrum.

: City Football Group have bought Brazilian side Bahia to add to the ever-growing list of clubs they own:

Man City
Girona
Palermo
EC Bahia
Lommel SK
Mumbai City
ESTAC Troyes
New York City
Sichuan Jiuniu
Melbourne City
Yokohama pic.twitter.com/ZnwaZXeViz

— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 4, 2023