2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Ein af hetjum Senegal á HM 2002 fallin frá

Skyldulesning


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Papa Bouba Diop lést í dag, 42 ára að aldri, eftir langvarandi baráttu við veikindi en hann glímdi við taugasjúkdóm sem dró hann að lokum til dauða.

Diop skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tryggði spútnikliði Senegal 1-0 sigur á þáverandi heimsmeisturum Frakklands í opnunarleik HM 2002.

Diop var í kjölfarið keyptur til Lens í frönsku úrvalsdeildinni og spilaði þar í tvö ár áður en hann var keyptur til Fulham árið 2004.

Bouba Diop spilaði í enska boltanum um árabil við góðan orðstír og var meðal annars hluti af Portsmouth liðinu sem vann enska bikarinn á frækinn hátt, þar sem hann var samherji Hermanns Hreiðarssonar.

Diop lagði takkaskóna á hilluna árið 2013 eftir stutt stopp hjá Birmingham í ensku B-deildinni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir