Þegar Lizette Risgaard var kjörin fyrsti formaður danska alþýðusambandsins fyrir fjórum árum þóttu það mikil tíðindi. Kona hafði ekki áður gegnt svo háu embætti innan samtaka launafólks. Nú hefur hún hrökklast úr formannsstólnum.
Búið spil Lizette Risgaard tilkynnti afsögn sína í lok síðasta mánaðar. Mynd: AFP
Ekki er víst að Lizette Risgaard þekki orðatiltækið „skjótt skipast veður í lofti“ en það á sannarlega við um þær sviptingar sem urðu í lífi hennar síðustu helgina í apríl og enduðu með afsögn hennar sem formanns danska alþýðusambandsins sunnudagsmorguninn 30. apríl.
Atburðarásin sem leiddi til afsagnar Lizette Risgaard hófst miðvikudaginn 26. apríl. Þann dag bárust henni þau tíðindi frá dagblöðunum Berlingske og Ekstra Bladet að fréttamenn þessara blaða hefðu undir höndum gögn þar sem greint væri frá ósæmilegri hegðan hennar. Og í gögnum blaðanna kom fram að ekki væri um að ræða eitt tiltekið atvik, þau væru mörg og hefðu átt sér stað um árabil.
Bæði blöðin birtu svo daginn eftir, á fimmtudeginum 27. apríl, frásagnir sem óhætt er að segja að vakið hafi mikla athygli. Sem er skiljanlegt í ljósi þess að Lizette Risgaard var meðal valda- og áhrifamestu kvenna í dönsku atvinnulífi og þjóðþekkt.
Löng saga innan verkalýðshreyfingarinnar Lizette Risgaard er fædd 15. júlí 1960. Hún ólst upp hjá móður sinni sem vann stóran hluta starfsævinnar við hreingerningar. Fjölskyldan bjó lengst af á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, í lítilli íbúð með mjög litlu salernisherbergi, bak-ind-toilet (lýsandi fyrir stærðina) og sameiginlegu baðherbergi í kjallaranum.
Lizette fékk ung áhuga á félagsmálum og kjarabaráttu og eftir að hafa lokið námi sem aðstoðarmanneskja á skrifstofu starfaði hún um árabil hjá nokkrum samtökum launafólks. Árið 2000 varð hún varaformaður LO- Storkøbenhavn (samtök 17 fagfélaga á Kaupmannahafnarsvæðinu) og jafnframt formaður HK, sem var fagfélag skrifstofufólks. Árið 2007 var Lizette kjörin í landsstjórn LO, varð jafnframt varaformaður samtakanna. Í umfjöllun danskra fjölmiðla er fullyrt að körlunum í landsstjórninni hafi ekki meira en svo litist á að kona væri komin í þetta karlavígi. Þeir hefðu viljað fela henni ýmis smáverkefni en Lizette gerði þeim ljóst að hún væri ekki nein puntudúkka í stjórninni. Átta árum síðar settist hún í formannsstól samtakanna. Fyrsta konan sem gegndi því embætti í þessum karlaklúbbi, eins og danskir fjölmiðlar komust að orði, þegar þeir lýstu starfsferli Lizette.
Formaður fjölmennustu samtaka launafólks í Danmörku Árið 2018 ákváðu fjölmennustu samtök launafólks í Danmörku að sameinast. Sameiningin tók gildi 1. janúar 2019, aðild að samtökunum eiga nær 70 fagfélög, með vel á aðra milljón félagsmanna. Samtökin, sem eru hliðstæð ASÍ, fengu nafnið Fagbevægelsens Hovedorganisation, í daglegu tali kallað FH. Lizette Risgaard var kjörin formaður til fjögurra ára. Á þingi samtakanna 1. nóvember á síðasta ári var hún endurkjörin formaður til næstu fjögurra ára, til áramóta 2026–27.
Lizette giftist árið 1989 Per Risgaard. Þau eignuðust tvo syni. Per lést árið 2011, úr krabbameini. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Lizette frá því í blaðaviðtali að þau Per hefðu gert með sér samkomulag um að hann ynni að mestu leyti heima og sæi um heimilið. Árið 2018 var gerð heimildamynd, Hjerter Dame, um formanns- og varaformannstíð Lizette Risgaard hjá LO.
Afsökunarbeiðni á Facebook Eins og áður var nefnt birtu dagblöðin Berlingske og Ekstra Bladet frásagnir sínar um Lizette Risgaard 27. apríl. Að kvöldi þess dags birti hún færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segist hún hafa orðið hugsi eftir að blöðin birtu frásagnir um hegðan hennar. Hún sé manneskja sem sé laus við formlegheit og hitti marga.
Hún segir jafnframt að hún geri sér ljóst að framkoma sú sem lýst sé í blöðunum sé ekki við hæfi, ekki síst í ljósi stöðu sinnar og þeim völdum sem henni fylgi. Hún biður líka alla þá sem finnst hún hafa misboðið sér með framkomu sinni afsökunar. „Það er sá sem brotið er á sem metur hvenær of langt er gengið.“
Frásagnirnar Þegar dagblöðin tvö, Berlingske og Ekstra Bladet, birtu greinar sínar um Lizette Risgaard kom fram að þau höfðu unnið heimavinnuna. Frásagnirnar voru margar, allar frá karlmönnum, og allar á sama veg: innilegt klapp á bak og niður á rasskinnar, hendi stungið inn undir skyrtu á bringu, haldið þétt utan um þegar staðið var hlið við hlið í myndatöku. Mennirnir tóku allir fram að ekki hefði beinlínis verið um kynferðislega áreitni að ræða. Mennirnir, sem flestir eða allir voru áratugum yngri en Lizette, lýstu því hve óþægilegt þetta hefði verið en þeir hefðu ekki treyst sér til að tala mikið um það, ekki síst vegna þess að þeir gætu átt von á „refsiaðgerðum“, eins og einn þeirra komst að orði. Hann vísaði þar til þess að Lizette var ekki mikið fyrir gagnrýni og þeir sem mæltu henni í mót innan samtakanna voru iðulega látnir fjúka.
Mille Mortensen, sálfræðingur og sérfræðingur um einelti og framkomu yfir- og undirmanna á vinnustöðum, sagði í viðtali við Berlingske að framkoma Lizette Risgaard hefði verið af kynferðislegum toga, svo væri það alltaf matsatriði hvenær áreitni væri komin yfir strikið, eins og hún komst að orði.
Neyðarfundur og frí Föstudagsmorguninn 28. apríl var haldinn fundur í framkvæmdastjórn FH. Framkvæmdastjórnin með sína 22 fulltrúa er æðsta valdastofnun FH. Á fundinum var eitt mál á dagskrá: Fréttir tveggja dagblaða um Lizette Risgaard og viðbrögð vegna þeirra. Á fundinum lýstu viðstaddir stuðningi við Lizette Risgaard og jafnframt var ákveðið að láta fara fram lögfræðirannsókn vegna málsins. Niðurstöður hennar eiga að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Framkvæmdastjórnin hélt annan fund sl. þriðjudag 2. maí, þar var ákveðið að boðað skyldi til auka aðalfundar eftir sumarleyfi og þar verði kosinn nýr formaður. Danskir fjölmiðlar segja að þar megi búast við valdabaráttu.
Blekið á fundargerðinni var vart þornað þegar dönsku fjölmiðlarnir greindu frá því að til þeirra streymdu frásagnir sem allar voru í sama anda og þær sem áður hafði verið greint frá. Á laugardeginum tilkynnti Lizette Risgaard að hún hefði ákveðið að taka sér frí, á meðan áðurnefnd lögfræðirannsókn færi fram. Hún sagði í tilkynningunni að fríið hæfist strax og hún myndi því ekki taka þátt í samkomum á baráttudegi verkalýðsins 1. maí en löng hefð er fyrir því að forystumenn stærstu samtaka launafólks tali á samkomum þennan dag.
Bylgja vantraustsyfirlýsinga Á laugardeginum 29. apríl streymdu inn yfirlýsingar frá stjórnum aðildarfélaga FH þar sem lýst var yfir að áframhaldandi stuðningur við formennsku Lizette Risgaard væri ekki til staðar. Staðan var orðin mjög þröng, eins og stundum er komist að orði, og ljóst var að barátta Lizette Risgaard fyrir áframhaldandi formennsku væri nánast töpuð og aðeins tímaspursmál hvenær afsögnin yrði tilkynnt.
Afsögn Snemma á sunnudagsmorgni, 30. apríl, nánar tiltekið kl. 7.59, birti Lizette Risgaard langa færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hún tilkynnti afsögn sína. Í færslunni nefndi hún að ýmislegt í þessu máli sé ekki komið fram í dagsljósið og tiltók sérstaklega hugsanlegar pólitískar ástæður, það sé eitthvað sem fjölmiðlar ættu að skoða.
Lizette rifjaði jafnframt upp það sem hefði áunnist í formannstíð hennar. Þar ber hæst sameininguna sem leiddi til stofnunar FH, danska alþýðusambandsins.
Ljóst að margir vissu Undanfarna daga hefur komið í ljós að mörgum var kunnugt um að framkoma og hegðan Lizette Risgaard á undanförnum árum hefði oft orkað tvímælis. Sumir nánir samstarfsmenn hennar höfðu bent henni á að fara sér hægar í gleðinni (drekka færri glös) á samkomum sem tengdust starfinu. Margir úr forystusveitum aðildarfélaga FH sem fjölmiðlar hafa rætt við harma það sem gerst hefur og segja að atburðir síðustu daga varpi skugga á allt það starf sem Lizette Risgaard hefði unnið á mörgum undanförnum árum.
Þess má í lokin geta að Morten Skov Christiansen, varaformaður FH, hefur tímabundið tekið við formennskunni í samtökunum.
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Athugasemdir Mest lesið
1
Ætla aldrei aftur á Landspítalann vegna meðgöngu
Í tvígang missti Salóme Ýr Svavarsdóttir fóstur. Í fyrra skiptið var hún gengin rúmlega ellefu vikur. Eftir að hún fékk einkirningasótt var henni tjáð að helmingslíkur væru á að hún héldi fóstrinu. Ellefu árum síðar situr þessi sára reynsla enn í henni. Hún lærði að taka aðeins einn dag í einu.
2
Sif SigmarsdóttirÓsjálfbjarga óvitar
Disneyland hafði frá opnun árið 1955 þótt skemmtigarður í hæsta gæðaflokki þar sem ýtrustu öryggiskröfum var framfylgt. Hvað fór úrskeiðis?
3
GagnrýniArkitektúr Hlíðarendi
Þétt byggð á Hlíðarenda alltaf betri kostur en nýtt úthverfi
Magnea Þ. Guðmundsdóttir arkitekt rýnir í byggingar og svæði. Að þessu sinni í borgarrýmið Hlíðarenda.
4
„Það er erfitt að hætta þessu“
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, sem fer með húsnæðismál í ríkisstjórninni, segir að sá húsnæðisstuðningur sem verið sé að veita í gegnum skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða niður íbúðalán sé „gríðarlegur“. Hann gengst við því að stuðningurinn sé að uppistöðu ekki að lenda hjá hópum sem þurfi helst á honum að halda. Reynt hafi verið að hætta með úrræðið en þrýstingur hafi verið settur á að viðhalda því. Því verði þó hætt í lok næsta árs og fram undan sé viðsnúningur á því húsnæðisstuðningskerfi sem verið hefur við lýði.
5
Vöruð við að tala eins og „rasistar út í loftið“
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fullyrti á bæjarstjórnarfundi að í verslunum í bænum væru neyðarhnappar vegna hælisleitenda. Hann viðurkennir nú að þetta sé ekki rétt. Á fundinum talaði bæjarfulltrúi Umbótar um ágang hælisleitenda. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar varaði fólk við að tala eins og rasistar. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir slæmt þegar yfirvöld láti ljót orð, byggð á sögusögnum, falla um flóttafólk sem sé í afar viðkvæmri stöðu.
6
Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20
Sögufrægt timburhús á Flateyri var selt til einkaaðila í fyrra fyrir 1/10 af fasteignamati. Í húsinu er rekin bóka- og gjafavöruverslun. Minjasjóður Önundarfjarðar réði ekki við að fjármagna endurbætur á húsinu og reyndi að gefa Ísafjarðarbæ það. Þegar það gekk ekki bauðst eiganda verslunarinnar, ‘Ágústu Guðmundsdóttur, tækifæri á að kaupa það fyrir yfirtöku skulda.
7
Margrét TryggvadóttirSjálfsalamenningin í Kópavogi
Ýmsir hafa tekið andköf yfir niðurskurðarhnífnum sem mundaður hefur verið í kringum menningarstofnanir Kópavogs undanfarnar vikur en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum hefur nú samþykkt tillögur bæjarstjórans í þeim efnum. Tillögurnar sem voru leyndarmál fram að afgreiðslu fela meðal annars í sér niðurlagningu Héraðsskjalasafns Kópavogs, án þess að starfsemi þess hafi verið komið annað og niðurlagningu á rannsóknarhluta Náttúrufræðistofu…
Mest lesið
1
Ætla aldrei aftur á Landspítalann vegna meðgöngu
Í tvígang missti Salóme Ýr Svavarsdóttir fóstur. Í fyrra skiptið var hún gengin rúmlega ellefu vikur. Eftir að hún fékk einkirningasótt var henni tjáð að helmingslíkur væru á að hún héldi fóstrinu. Ellefu árum síðar situr þessi sára reynsla enn í henni. Hún lærði að taka aðeins einn dag í einu.
2
Sif SigmarsdóttirÓsjálfbjarga óvitar
Disneyland hafði frá opnun árið 1955 þótt skemmtigarður í hæsta gæðaflokki þar sem ýtrustu öryggiskröfum var framfylgt. Hvað fór úrskeiðis?
3
GagnrýniArkitektúr Hlíðarendi
Þétt byggð á Hlíðarenda alltaf betri kostur en nýtt úthverfi
Magnea Þ. Guðmundsdóttir arkitekt rýnir í byggingar og svæði. Að þessu sinni í borgarrýmið Hlíðarenda.
4
„Það er erfitt að hætta þessu“
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, sem fer með húsnæðismál í ríkisstjórninni, segir að sá húsnæðisstuðningur sem verið sé að veita í gegnum skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða niður íbúðalán sé „gríðarlegur“. Hann gengst við því að stuðningurinn sé að uppistöðu ekki að lenda hjá hópum sem þurfi helst á honum að halda. Reynt hafi verið að hætta með úrræðið en þrýstingur hafi verið settur á að viðhalda því. Því verði þó hætt í lok næsta árs og fram undan sé viðsnúningur á því húsnæðisstuðningskerfi sem verið hefur við lýði.
5
Vöruð við að tala eins og „rasistar út í loftið“
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fullyrti á bæjarstjórnarfundi að í verslunum í bænum væru neyðarhnappar vegna hælisleitenda. Hann viðurkennir nú að þetta sé ekki rétt. Á fundinum talaði bæjarfulltrúi Umbótar um ágang hælisleitenda. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar varaði fólk við að tala eins og rasistar. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir slæmt þegar yfirvöld láti ljót orð, byggð á sögusögnum, falla um flóttafólk sem sé í afar viðkvæmri stöðu.
6
Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20
Sögufrægt timburhús á Flateyri var selt til einkaaðila í fyrra fyrir 1/10 af fasteignamati. Í húsinu er rekin bóka- og gjafavöruverslun. Minjasjóður Önundarfjarðar réði ekki við að fjármagna endurbætur á húsinu og reyndi að gefa Ísafjarðarbæ það. Þegar það gekk ekki bauðst eiganda verslunarinnar, ‘Ágústu Guðmundsdóttur, tækifæri á að kaupa það fyrir yfirtöku skulda.
7
Margrét TryggvadóttirSjálfsalamenningin í Kópavogi
Ýmsir hafa tekið andköf yfir niðurskurðarhnífnum sem mundaður hefur verið í kringum menningarstofnanir Kópavogs undanfarnar vikur en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum hefur nú samþykkt tillögur bæjarstjórans í þeim efnum. Tillögurnar sem voru leyndarmál fram að afgreiðslu fela meðal annars í sér niðurlagningu Héraðsskjalasafns Kópavogs, án þess að starfsemi þess hafi verið komið annað og niðurlagningu á rannsóknarhluta Náttúrufræðistofu…
8
Fimm góðar gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu
Nú þegar farið er að sjást til sólar eftir langan og óvenjukaldan vetur vaknar útivistarþráin hjá mörgum borgarbúum. Einar Skúlason leiðsögumaður segir frá fimm góðum gönguleiðum á höfuðborgarsvæðinu.
9
Hrafn JónssonStríðið óendanlega
Ísland ætlar sér að verða eina landið í heiminum sem hefur sigrað stríðið gegn fíkniefnum svo stjórnvöld þurfi ekki að horfast í augu við hvað raunverulegar úrbætur kosta.
10
Kristlín DísLengi getur vont versnað
Heimsendaspákonan Kristlín Dís sér ekki eftir neinu í lífinu. Eða hvað?
Mest lesið í vikunni
1
Fóru tómhent heim af fæðingardeildinni
Særós Lilja Tordenskjöld Bergsveinsdóttir var gengin 23 vikur með sitt fyrsta barn þegar ógæfan skall á. Hún lýsir hér aðdragandanum að barnsmissi, dvölinni á spítalanum og sorginni.
2
SkýringRannsókn á einelti í Menntasjóði
Mannlegu afleiðingarnar af einni stöðuveitingu ráðherra
Mál Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur hjá Menntasjóði námsmanna hefur haft fjölþættar afleiðingar á síðustu 10 árum. Áminning sem hún var með vegna samskiptavandamála í ráðuneyti var afturkölluð og Illugi Gunnarsson skipaði hana þvert á mat stjórnar LÍN. Síðan þá hafa komið upp tvö eineltismál í Menntasjóði námsmanna og ráðuneytið rannsakar nú stofnunina vegna þessa.
3
Ætla aldrei aftur á Landspítalann vegna meðgöngu
Í tvígang missti Salóme Ýr Svavarsdóttir fóstur. Í fyrra skiptið var hún gengin rúmlega ellefu vikur. Eftir að hún fékk einkirningasótt var henni tjáð að helmingslíkur væru á að hún héldi fóstrinu. Ellefu árum síðar situr þessi sára reynsla enn í henni. Hún lærði að taka aðeins einn dag í einu.
4
Hjálmtýr HeiðdalGeirfinnsmálið í nýju ljósi
Spíramálið – Ávísanamálið – Klúbbmálið og Geirfinnsmálið
5
Katrín JúlíusdóttirAð líta upp
Katrín Júlíusdóttir þreifst um langt skeið á streitukenndri fullkomnunaráráttu. Hún hafnaði þeirri Pollýönnu sem samferðafólk líkti henni við, fannst hún ekki nógu töff fyrir sig, en tekur Pollýönnu og nálgun hennar á lífið nú opnum örmum.
6
Sif SigmarsdóttirÓsjálfbjarga óvitar
Disneyland hafði frá opnun árið 1955 þótt skemmtigarður í hæsta gæðaflokki þar sem ýtrustu öryggiskröfum var framfylgt. Hvað fór úrskeiðis?
7
Símon VestarrReykjanesbæjarbúinn sem var aldrei spurður
„Það er það eina sem rasismi er. Ranghugmynd sem fólk þarf hjálp við að sigrast á. Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann. Hætta að fara undan í flæmingi.“ Símon Vestarr Hjaltason skrifar um birtingarmyndir kynþáttafordóma.
Mest lesið í mánuðinum
1
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
2
Þórður Snær Júlíusson„Það víkur ekki þegar það labbar á miðri götu og ég er að keyra götuna“
Tilraun stendur yfir við að flytja inn menningarstríð til Íslands sem pólitískir lukkuriddarar hafa getað nýtt sér annars staðar í leit að völdum. Það snýst um að skipta heiminum upp, á grundvelli hræðsluáróðurs, í „okkur“ og „hina“. Svarthvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráðast svo á ímyndaða andstæðinginn.
3
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
4
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
Loksins frjáls úr helvíti
Kona sem er að losna úr áratuga hjónabandi áttaði sig ekki á því fyrr en fyrir þremur árum að hún væri beitt andlegu ofbeldi af eiginmanni sínum, og enn síðar að ofbeldið væri einnig bæði kynferðislegt og fjárhagslegt. Hún segir hann iðulega koma með nýjar afsakanir fyrir því að skrifa ekki fjárskiptasamning og draga þannig að klára skilnaðinn. Hún segist stundum hafa óskað þess að hann myndi lenda í bílslysi og deyja. Aðeins þannig yrði hún frjáls.
5
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
6
Íbúar um flóttafólk: „Mikið af þessu á flakki á nóttunni“
Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar heimsóttu Reykjanesbæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orðróm sem gengið hefur um bæinn, að ógn stafi af flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd.
7
Eigandi Arnarlax óttast að tími sjókvía sé senn á enda á Íslandi
Norska laxeldisfyrirtækið Salmar AS, stærsti hluthafi Arnarlax á Bíldudal, hefur áhyggjur af því að tími sjókvía á Íslandi kunni senn að vera á enda. Á sama tíma þróar fyrirtækið aflandslausnir í laxeldi sem flytja eiga iðnaðinn út á rúmsjó.
Mest lesið í mánuðinum
1
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
2
Þórður Snær Júlíusson„Það víkur ekki þegar það labbar á miðri götu og ég er að keyra götuna“
Tilraun stendur yfir við að flytja inn menningarstríð til Íslands sem pólitískir lukkuriddarar hafa getað nýtt sér annars staðar í leit að völdum. Það snýst um að skipta heiminum upp, á grundvelli hræðsluáróðurs, í „okkur“ og „hina“. Svarthvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráðast svo á ímyndaða andstæðinginn.
3
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
4
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
Loksins frjáls úr helvíti
Kona sem er að losna úr áratuga hjónabandi áttaði sig ekki á því fyrr en fyrir þremur árum að hún væri beitt andlegu ofbeldi af eiginmanni sínum, og enn síðar að ofbeldið væri einnig bæði kynferðislegt og fjárhagslegt. Hún segir hann iðulega koma með nýjar afsakanir fyrir því að skrifa ekki fjárskiptasamning og draga þannig að klára skilnaðinn. Hún segist stundum hafa óskað þess að hann myndi lenda í bílslysi og deyja. Aðeins þannig yrði hún frjáls.
5
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
6
Íbúar um flóttafólk: „Mikið af þessu á flakki á nóttunni“
Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar heimsóttu Reykjanesbæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orðróm sem gengið hefur um bæinn, að ógn stafi af flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd.
7
Eigandi Arnarlax óttast að tími sjókvía sé senn á enda á Íslandi
Norska laxeldisfyrirtækið Salmar AS, stærsti hluthafi Arnarlax á Bíldudal, hefur áhyggjur af því að tími sjókvía á Íslandi kunni senn að vera á enda. Á sama tíma þróar fyrirtækið aflandslausnir í laxeldi sem flytja eiga iðnaðinn út á rúmsjó.
8
Hvað gerðist eiginlega í Elon Musk viðtalinu?
Elon Musk ræddi við fréttamann BBC í tæpa klukkustund nú á dögunum. Viðtalið hefur farið eins og eldsveipur um netheima. Heimildin tók saman megin atriði viðtalsins.
9
Ásmundur Einar skráði ekki hús sem hann leigir út á 400 þúsund á mánuði í hagsmunaskrá
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að það hafi verið mistök að hús sem hann á í Borgarnesi hafi ekki verið skráð í hagsmunaskrá. Ráðherrann og eiginkona hans hafa leigt húsið út fyrir 400 þúsund á mánuði síðastliðið ár. Samkvæmt reglum um hagsmunaskráningu eiga þingmenn að tilgreina fasteignir sem þeir búa ekki í hagsmunaskráningu sem og tekjur sem þeir hafa af þeim.
10
Fóru tómhent heim af fæðingardeildinni
Særós Lilja Tordenskjöld Bergsveinsdóttir var gengin 23 vikur með sitt fyrsta barn þegar ógæfan skall á. Hún lýsir hér aðdragandanum að barnsmissi, dvölinni á spítalanum og sorginni.
Nýtt efni
Erjur
Sófakartaflan rýnir í þáttaröðina Beef. Henni líkaði vel við það sem hún sá – en einungis eitt varpaði skugga á upplifunina.
Dómsdagur
Andrea og Steindór ræða mynd Egils Eðvarðssonar frá 1998, Dómsdagur.
Ástþór JóhannssonÓvissuþáttunum fjölgar í aðdraganda tvöfaldra tyrkneskra kosninga
Ástþór Jóhannsson fer yfir stöðuna í tyrkneskum stjórnmálum og veltir fyrir sér hvort Kemal Kilicdaroglu, helsti mótframbjóðandi Recep Tayyip Erdogan, sitjandi forseta, eigi raunverulega möguleika í komandi forsetakosningum.
Landsbankinn sagður hafa sýnt af sér vanrækslu og því tapaði hann Borgunarmálinu
Í byrjun árs 2017 höfðaði Landsbankinn mál á hendur hópnum sem hann seldi 31,2 prósent hlut í Borgun síðla árs 2014. Hann taldi kaupendurna hafa blekkt sig og hlunnfarið sem leitt hafi til þess að bankinn varð af 1,9 milljörðum króna. Landsbankinn tapaði málinu fyrir dómstólum í síðustu viku.
Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20
Sögufrægt timburhús á Flateyri var selt til einkaaðila í fyrra fyrir 1/10 af fasteignamati. Í húsinu er rekin bóka- og gjafavöruverslun. Minjasjóður Önundarfjarðar réði ekki við að fjármagna endurbætur á húsinu og reyndi að gefa Ísafjarðarbæ það. Þegar það gekk ekki bauðst eiganda verslunarinnar, ‘Ágústu Guðmundsdóttur, tækifæri á að kaupa það fyrir yfirtöku skulda.
Berglind Rós MagnúsdóttirNæðingur um næðið
Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor og deildarforseti við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, veltir fyrir sér verkefnamiðuðu vinnurými í akademísku umhverfi. Eru æðstu stjórnendur Háskóla Íslands að framselja dýrmæt réttindi?
Ein áhrifamesta kona í dönsku atvinnulífi hrökklast frá
Þegar Lizette Risgaard var kjörin fyrsti formaður danska alþýðusambandsins fyrir fjórum árum þóttu það mikil tíðindi. Kona hafði ekki áður gegnt svo háu embætti innan samtaka launafólks. Nú hefur hún hrökklast úr formannsstólnum.
Fimm góðar gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu
Nú þegar farið er að sjást til sólar eftir langan og óvenjukaldan vetur vaknar útivistarþráin hjá mörgum borgarbúum. Einar Skúlason leiðsögumaður segir frá fimm góðum gönguleiðum á höfuðborgarsvæðinu.
Ung og töff með stuttskífur
Dr. Gunni er hrifinn af tveimur upprennandi ungstirnum: Daniil og Lúpínu.
Efnir til „allsherjar afvopnunar“ eftir tvær mannskæðar skotárásir
Skotvopnalöggjöf í Serbíu verður hert eftir að 17 létur lífið í tveimur skotárásum sem gerðar voru í landinu með stuttu millibili í vikunni. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu ætlar að efna til „allsherjar afvopnunar“.
Þorvaldur GylfasonÓdáðaeignir
Hvað er hægt að gera til að endurheimta ránsfeng einræðisherra og fávalda?
Stjórnvöld vita ekki hversu margir flóttamenn frá Venesúela eru á Íslandi
Útlendingastofnun býr ekki yfir upplýsingum um hversu margir íbúar frá Venesúela sem fengið hafa vernd sem flóttamenn hér á landi eru enn þá hér. Stjórnvöld hafa ákveðið að hætta að veita Venesúelabúum sjálfkrafa viðbótarvernd hér á landi vegna breyttra aðstæðna í landinu.
Mest lesið undanfarið ár
1
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
9
Magdalena – „Til þess að fá nálgunarbann, þá verður þú að fá hann til að ráðast á þig“
Magdalena Valdemarsdóttir var föst í ofbeldissambandi í 10 mánuði og segir ofbeldið hafi haldið áfram þrátt fyrir sambandsslit. Alvarlegt ofbeldi á sér stundum stað eftir sambandsslit og það er ekkert sem segir að þegar ofbeldissambandi sé slitið þá sé ofbeldið búið. Árið 2017 kærði Magdalena barnsföður sinn fyrir tilraun til manndráps. Barnsfaðir hennar fékk 18 mánað fangelsi fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás með því að hafa ruðst inn til hennar, slegið hana tvívegis með flötum lófa í andlit en jafnframt tekið hana í tvisvar sinnum kverkataki með báðum höndum þannig að hún átti erfitt með að anda en hún var gengin 17 vikur á leið með tvíbura þeirra.
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.