7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Ein besta frammistaða Ronaldos síðan ég kom

Skyldulesning

Ralf Rangnick og Cristiano Ronaldo.

Ralf Rangnick og Cristiano Ronaldo. AFP

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var hæstánægður með 2:0-sigurinn á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld og ekki síður með frammistöðu Cristianos Ronaldos sem skoraði loks eftir markaþurrð að undanförnu.

Ronaldo var ekki búinn að skora í sex leikjum í röð, sem var hans lengst markaþurrð í meira en áratug, þegar hann komst á blað snemma í síðari hálfleik í kvöld með frábæru skoti.

„Það var mjög mikilvægt, ekki bara að hann skoraði heldur var þetta einnig magnað mark.

Þetta var mikilvægt fyrir okkur alla en frammistaða hans heilt yfir var ein af hans bestu frá því að ég kom hingað,“ sagði Rangnick í samtali við BBC Sport eftir leik í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir