7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Ein besta knattspyrnukona Íslands að semja við Val

Skyldulesning

Dagný Brynj­ars­dótt­ir, landsliðskona Íslands í knatt­spyrnu og leikmaður Sel­foss, er á leið í Val sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Þessi 29 ára gamla knattspyrnukona snérei heim úr atvinnumennsku fyrir ári síðan og gekk í raðir Selfoss.

Dagný lék 13 leiki í efstu deild kvenna í sumar og skoraði í þeim fimm mörk. Dagný lék með Val frá 2007 til 2013 áður en hún hélt í atvinnumennsku.

Hún varð í þrígang Íslandsmeistari með Val og tvívegis bikarmeistari. Dagný hefur leikið 90 A-landsleiki en verður ekki með í komandi verkefni vegna meiðsla.

Valur ætlar sér að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki en Mary Vignola og Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir hafa einnig samið við félagið. Breiðablik vann efstu deild kvenna í ár en Valur varð Íslandsmeistari árið 2019.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir