1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Í­tölum

Skyldulesning

Úr leik Íslands og Ítalíu. Kolbeinn Birgir [nr. 20] kemur inn í lið Íslands í dag.
Úr leik Íslands og Ítalíu. Kolbeinn Birgir [nr. 20] kemur inn í lið Íslands í dag.
Vísir/Vilhelm

Arnar Þór Viðarsson og  Eiður Smári Guðjohnsen gera eina breytingu á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag.

Eftir svekkjandi tap gegn Ítalíu á fimmtudaginn þá er ljóst að íslenska liðið getur ekki unnið riðilinn sinn í undankeppni EM. Sigur í Írlandi myndi mögulega tryggja liðinu 2. sæti riðilsins og þar með sæti í umspili um að komast á EM sem fram fer næsta sumar.

Ísak Bergmann Jóhannesson – leikmaður Norrköping í Svíþjóð – tekur sér sæti meðal varamanna í dag. Kolbeinn Birgir Finnsson – leikmaður Borussia Dortmund II í Þýskalandi – tekur sæti hans á vinstri vængnum í 4-3-3 leikkerfi Íslands.

Leikurinn hefst klukkan 12.30 og fer fram á Tallaghi-vellinum í Dublin.


Tengdar fréttir


Ísak Bergmann Jóhannesson hefur verið kallaður inn í íslenska A-landsliðið. Þetta staðfestir Norrköping, félag hans í Svíþjóð.


Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs.


Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag.


Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar.


Markaskorari Íslands var eðlilega, líkt og samherjar sínir, mjög svekktur eftir 2-1 tap íslenska U21 árs landsliðsins gegn Ítölum á Víkingsvelli í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir