-2 C
Grindavik
24. janúar, 2021

Ein milljón króna í skóinn

Skyldulesning

Jólasveinarnir við afhendingu milljónarinnar í dag.

Fjórir jólasveinar komu færandi hendi til byggða í morgun þegar þeir færðu Hjálparstarfi Kirkjunnar rúmlega eina milljón króna. Auk jólasveinanna fjögurra var einn jólasveinn viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað á tölvuskjá þar sem hann er í sóttkví.

Fyrir hönd Jólasveinaþjónustu Skyrgáms afhentu sveinarnir rúmlega eina milljón króna sem er hluti af veltu þjónustunnar.  

Við tilefnið útskýrði Skyrgámur hvernig jólasveinarnir þurfa að bregðast við með tilliti til sóttvarna þegar þeir mæta til byggða með glaðning í poka. Þá minntu jólasveinarnir einnig á mikilvægi þess að við sameinumst um að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi.

„Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur frá stofnun þjónustunnar árið 1997 látið 20% af veltu  renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Samtals hefur þjónustan nú gefið rúmar 15 milljónir króna til Hjálparstarfsins. Framlaginu hefur verið varið til að aðstoða fólk í neyð bæði innanlands og utan,“ segir í tilkynningu.

Innlendar Fréttir