Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur staðfest að ein besta knattspyrnukona heims Alex Morgan hafi yfirgefið félagið en hún lék aðeins fimm leiki með liðinu.
Morgan kom til Tottenham frá Orlando í heimalandinu í september með því markmiði að koma sér aftur í leikform eftir að hún átti sitt fyrsta barn í maí. Morgan skoraði tvö mörk í leikjunum fimm.
Morgan, sem er þrítug, var markahæst á heimsmeistaramótinu í Frakklandi á síðasta ári er hún og stöllur í Bandaríkjunum urðu heimsmeistarar.
Hún hefur skorað 107 mörk í 169 landsleikjum og verið á mála hjá Orlando Pride í heimalandinu síðan 2016.