5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Einar í Kastljósinu er alveg að gefast upp á þessu – „Orðinn óþreyjufullur“

Skyldulesning

„Sama fólkið og taldi Má Kristjánsson lækni grátt leikinn í Kastljósi Ríkissjónvarpsins talar nú um, alveg brjálað að Brynjar Níelsson þingmaður „hafi fengið að koma“ í „drottningarviðtal“ á sama vettvangi af sama spyrli. Eitthvað í þessu sem ekki gengur upp en ég átta mig ekki alveg á því hvað?“

Þetta segir blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson en hann verður seint þekktur fyrir að liggja á sínum skoðunum. Að þessu sinni er hann að tala um viðbrögð fólks við Kastljós-þætti gærkvöldsins þegar Einar Þorsteinsson, þáttastjórnandi þáttarins, tók á móti Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Hringbraut vakti athygli á færslu Jakobs í dag.

Undir færslu Jakobs skrifaði fólk sína skoðun á málinu, ekki voru allir sammála. Einhverjir vildu meina að í þættinum þyrfti að hafa tvo aðila sem tala gegn hvorum öðrum. Erfitt hefur þó verið að bjóða tveim gestum vegna tveggja metra reglunnar. Þá spyr einn hvort ekki sé hægt að nota netbúnað til að tala við tvo einstaklinga í einu.

Einar Þorsteinsson sjálfur er á meðal þeirra sem tjá sig í athugasemdunum en hann talaði um að erfitt væri að nota netbúnað í þættinum því þá væri ekki jafn auðvelt fyrir báða aðila að grípa orðið. „Verra þó í pólitísku debati þegar maður vill að viðmælendur hafi jafnan aðgang að orðinu,“ segir Einar.

„En ég er alveg að gefast upp á þessu ef ég á að segja eins og er,“ segir Einar svo og héldu einhverjir að hann væri að meina að hann væri að gefast upp sem þáttastjórnandi í Kastljósinu. „Já nei nei ekkert að gefast upp á Kastljósinu þótt umræðan sé á köflum óvægin. Ég átti við að ég væri orðinn óþreyjufullur eftir því að losna við 2 metra reglu í þættinum,“ sagði Einar þá.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir