7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Einar vill leiða Framsókn í borginni

Skyldulesning

Einar Þorsteinsson sækist eftir því að leiða Framsóknarflokkinn í borginni.

Einar Þorsteinsson sækist eftir því að leiða Framsóknarflokkinn í borginni. skjáskot/Rúv

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins í borginni. Einar greindi frá þessu í þættinum Vikunni með Gísla Marteini í kvöld. 

Einar sækist eftir fyrsta sæti og er einn sem sækist eftir því sæti. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í fyrsta sæti. Ég kem alveg löðrandi sveittur undan þessum feldi. Það er svolítið skrítið að stíga þetta skref, en mér líður mjög vel með það,“ sagði Einar. 

Einar sagðist lengi hafa fjallað um stjórnmál en ekki verið í neinum flokki lengi vel. Þegar hann hafi mátað skoðanir flokksins við sínar eigin hafi hann komist að því að Framsóknarflokkurinn ætti best við hann. 

Áður hafði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, gefið það út að hann gæfi kost á sér í 1. til 2. sæti hjá Framsókn í borginni. Hann dró framboð sitt til baka á þriðjudaginn síðasta. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir