7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Eineltismálið á viðkvæmu stigi

Skyldulesning

Hvorki bæjarstjóri Garðabæjar né formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ gátu …

Hvorki bæjarstjóri Garðabæjar né formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ gátu tjáð sig um málið.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ, eineltismál stúlku sem stundaði nám í Garðaskóla sé á viðkvæmu stigi, en að það sé í vinnslu. Hún segir mikilvægt að tryggja málinu faglegan farveg, en að hún geti ekki tjáð sig um einstök mál.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir í samtali við mbl.is að sveitafélagið sé ekki í stöðu til að geta tjáð sig um einstök mál og að það væri ekki eðlilegt ef hann myndi svara spurningum um hvað hafi verið eðlilegt eða óeðlilegt í þessu tilfelli.

„Eineltisáætlun okkar eru í stöðugri endurskoðun, eins og öll okkar störf. Okkar starfsfólk hefur alltaf unnið eftir þessum áætlunum,“ segir Gunnar. Hann segir einnig að Garðabær hafi leitað liðsinnis hjá einum helsta sérfræðingi landsins í eineltismálum, sem muni aðstoða við endurskoðun á þeirra störfum.

Skólastjóri Garðaskóla gat heldur ekki tjáð sig um máið að svo stöddu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir