5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Einkunnir þegar Ísland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Arnars Þórs – Birkir bestur

Skyldulesning

Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld sinn fyrsta sigur í undankeppni HM. Sigurinn kom á móti Liechtenstein en leiknum lauk með 4 1 sigri Íslands. Birkir Már Sævarsson, kom Íslandi yfir með marki á 12. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Herði Björgvini Magnússyni.

Það var síðan nafni hans, Birkir Bjarnason sem kom Íslandi í 2-0 með marki á 45. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Aroni Einari og Arnóri Ingva. Það var síðan Guðlaugur Victor Pálsson sem skoraði þriðja mark Íslands í leiknum, hans fyrsta landsliðsmark kom á 77. mínútu.

Tveimur mínútum síðar minnkaði Yanik Frick, muninn fyrir Liechtenstein með marki beint úr hornspyrnu. Rúnar Már Sigurjónsson bætti svo við úr vítaspyrnu og 4-1 sigur Íslands staðreynd. Ísland er eftir leikinn í 5. sæti riðilsins með 3 stig eftir þrjá leiki.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Byrjunarliðið:

Rúnar Alex Rúnarsson 3


Hafði nákvæmlega ekkert að gera í leiknum en gerði hræðileg mistök í markinu.

Birkir Már Sævarsson – 7


Tók markið sitt vel og komst vel frá sínu.

Sverrir Ingi Ingason 5


Eins og fyrir aðra varnarmenn Íslands var dagurinn með rólegasta móti

Hjörtur Hermannsson 5


Hafði ekkert að gera en gerði sitt ágætlega.

Hörður Björgvin Magnússon 6


Frábær fyrirgjöf í fyrsta mark leiksins, alvöru kúla

Jóhann Berg Guðmundsson (´63) 5


Kom spilinu oft af stað en var ekki að komast í færi til þess að skora.

Birkir Bjarnason (´72) 7 (Maður leiksins)


Gott mark og almennt fínn leikur hjá BIrki sem byrjaði alla þrjá leikina í þessu verkefni

Guðlaugur Victor Pálsson 6


Rólegur dagur fyrir varnarsinnaðan tengilið en gott skallamark.

Aron Einar Gunnarsson (´46) 5


Tankurinn tómur eftir mikla keyrslu í leikjunum tveimur á undan, komst fínt frá sínu.

Arnór Ingvi Traustason 5


Lagði upp fyrir Birki en var þess utan lítið að skapa.

Sveinn Aron Guðjohnsen (´63) 5


Gerði ekkert rangt en kom sér heldur ekki í mörg færi til að skora gegn slökum andstæðingum.

Varamenn:

Rúnar Már Sigurjónsson (´46) 6


Fín innkoma, fiskaði víti og skoraði af öryggi.

Hólmbert Aron Friðjónsson (´63) 5


Komst lítið í boltann

Arnór Sigurðsson (´63) 5


Ógnaði lítið eftir innkomu sína.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir