5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Einkunnir úr lokaleik Íslands á Evrópumótinu

Skyldulesning

Íslenska u-21 árs landsliðið spilaði í kvöld sinn síðasta leik á Evrópumótinu gegn Frakklandi. Leiknum lauk með 2-0 sigri Frakka en leikið var í Györ í Ungverjalandi.

Hér verður farið yfir frammistöðu leikmanna íslenska liðsins.

Elías Rafn Ólafsson 5 – Gat lítið gert í mörkum Frakka en var annars öruggur í sínum aðgerðum.

Valgeir Lundal – 5 Virkaði daufur á mig fram á við, svona miðlungsleikur hjá Valgeiri þar sem hann náði ekki að sýna mikið

Finnur Tómas Pálmason – 5 ágætis leikur hjá Finn en hefði geta hjálpað meira til að koma í veg fyrir annað mark Frakka.

Ari Leifsson – 5 Miðverðir íslenska landsliðsins áttu allir svipaðan leik. Fínustu frammistöður en ekkert aukalega.

Róbert Orri Þorkelsson 5 – Steig ekki upp með varnarlínu Íslands í öðru marki Frakka og spilaði leikmann þeirra réttstæðan í aðdraganda marksins.

Kolbeinn Birgir Finnsson 6 – Finnst Kolbeinn hafa komist vel frá leiknum, átti góða spretti í leiknum og komst stóráfallalaust frá leiknum.

Andri Fannar Baldursson 7 – Átti fínan leik á miðjunni hjá íslenska liðinu. Besti maður Íslands í leiknum.

Mikael Neville Anderson 6 – Fínasti leikur hjá Mikael gegn spræku liði Frakka, átti sína spretti upp vinsti kantinn.

Kolbeinn Þórðarsson 6 – Harðduglegur og lét finna fyrir sér í leik þar sem Ísland var mun minna með boltann. Hefði þó geta gert betur í aðdraganda fyrsta marksins hjá Frökkum, elti ekki markaskorarann Guendouzi inn í teig.

Brynjólfur Willumsson 6 – Var mjög vinnusamur í leiknum og vann vel til baka með það að markmiði að komast í boltann.

Valdimar Þór Ingimundarsson 5 – Fannst Valdimar vera týndur í leiknum og lítið í boltanum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir