7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Einkunnir úr mikilvægum sigri Íslands í Slóvakíu

Skyldulesning

Íslenska kvennalandsliðið vann mikilvægan 1-3 sigur á því Slóvakíska í undankeppni EM. Íslenska liðið lenti undir í leiknum en náði að snúa stöðunni sér í hag og vinna leikinn. Sigurinn er mikilvægur sökum þess að íslenska liðið á enn þá góðan möguleika á að komast í lokakeppni EM.

Slóvakía komst yfir í leiknum með marki á 25. mínútu en mark frá Berglindi Björgu og tvö mörk úr vítaspyrnum frá Söru Björk sáu til þess að Ísland vann 1-3 sigur.

Íslenska liðið sýndi mikinn karakter og vann mikilvægan sigur. Ísland tryggði sér 2. sæti riðilsins og þarf nú að vinna síðasta leik sinn í riðlinum til þess að eiga góða möguleika á sæti á EM. Ljóst er að Svíþjóð endar í efsta sæti riðilsins, en þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í öðru sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppnina.

Hér má sjá einkunnir úr leiknum:

Sandra Sigurðardóttir 6


Hefði mögulega geta gert betur í markinu sem liðið fékk á sig en annars reyndi lítið á hana

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 6 


Stöðugur leikur hjá Gunnhildi, skilaði sínu vel.

Glódís Perla Viggósdóttir 7 


Átti fínan leik, var óheppin að skora ekki, frábær markvasla kom í veg fyrir það

Ingibjörg Sigurðardóttir 6


Flottur leikur hjá Ingibjörgu í hjarta varnarinnar

Hallbera Guðný Gísladóttir 7


Var einn af ljósu punktunum í fyrri hálfleik og byggði á þeirri frammistöðu í þeim seinni.

Sara Björk Gunnarsdóttir 8


Sást lítið í fyrri hálfleik en kom af krafti í þann seinni, stjórnaði liðinu vel og skoraði tvö mörk.

Alexandra Jóhannsdóttir 6


Fínn leikur hjá Alexöndru á miðjunni.

Agla María Albertsdóttir 7


Gerði virkilega vel í aðdraganda fyrsta marks Íslands og átti góðan leik.

Sveindís Jane Jónsdóttir 9 – Maður leiksins


Sveindís ógnaði með hraða sínum og tækni, átti stoðsendingu í fyrsta marki Íslands og lykilsendingu í aðdraganda þriðja marksins.

Elín Metta Jensen 8


Átti góðan og stöðugan leik.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir 7


Fínn leikur hjá Berglindi, sérstaklega í seinni hálfleik. Skoraði fyrsta mark Íslands.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir