Einkunnir úr slæmu tapi Íslands gegn Bosníu: Hæsta einkunn 5 – Varnarlínan fær falleinkunn – DV

0
131

Ís­lenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu hóf veg­ferð sína í undan­keppni EM 2024 á afar slæmu tapi gegn Bosníu & Herzegovinu á úti­velli. Loka­tölur 3-0 í Zeni­ca í kvöld.

Heima­menn í Bosníu & Herzegovinu komust yfir stax á 14. mínútu leiksins þegar að boltinn barst til Rade Krunic inn í víta­teig Ís­lands og hann gat ekki annað en komið boltanum í netið. Varnar­leikur Ís­lands ekki til út­flutnings.

Krunic var síðan aftur á ferðinni á 40. mínútu er hann tvö­faldaði for­ystu heima­manna. Staðan 2-0 þegar flautað var til hálf­leiks.

Ekki skánaði staðan í síðari hálf­leik því að á 63. mínútu kom Arnar Dedic sér í góða stöðu við víta­teig Ís­lendinga og lét vaða í átt að marki, boltinn endaði í netinu og staðan því orðin 3-0.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og byrjar ís­lenska lands­liðið því undan­keppni EM á tapi. Næsti leikur Ís­lands er á sunnu­daginn kemur þegar að liðið heim­sækir Liechten­stein.

Hér má sjá einkunnir íslensku landsliðsmannanna í leiknum: 

Rúnar Alex – 5
Átti tvær mjög fínar vörslur í fyrri hálfleik og var skársti maður Íslands. Hægt að setja spurningamerki við hann í þriðja markinu.

Guðlaugur Victor – 3 
Átti dapran leik eins og aðrir í vörninni.

Daníel Leó – 3
Miðverðir Íslands voru afar ótraustir í dag.

Hörður Björgvin – 3
Miðverðir Íslands voru afar ótraustir í dag.

Davíð Kristján – 2
Á stóra ábyrgð í tveimur mörkum Bosníu og Dedic fór hrikalega illa með hann.

Arnór Ingvi – 4 
Veitti varnarlínunni litla vernd. Líklega of stórt verkefni að vera einn djúpur á miðjunni í þessum leik.

Hákon Arnar – 3
Náði ekki að búa til neitt fyrir fremstu menn.

Jóhann Berg – 4
Átti skárri leik en margir aðrir en þó ekki góður frekar en neinn annar.

Arnór Sigurðsson – 3
Sást ekkert til hans.

Jón Dagur – 4
Sýndi fína spretti á fyrstu mínútum leiksins en ekki mikið meira en það.

Alfreð Finnbogason – 4
Fékk nákvæmlega enga þjónustu og gat lítið gert.