Einkunnir úr stórleik Real Madrid og Manchester City – Benzema og Haaland verstir – DV

0
100

Real Madrid tók á móti Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Úr varð hörkuleikur.

Gestirnir frá Englandi stýrðu leiknum í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér álitleg færi.

Það var hins vegar Real Madrid sem skoraði eina mark hálfleiksins með sínu eina skoti. Markið gerði Vinicius Junior með flottu skoti eftir glæsilega skyndisókn heimamanna.

Um miðjan seinni hálfleik jafnaði City með stórkostlegu skoti Kevin De Bruyne. Á þeim tíma höfðu heimamenn verið líklegri en það er ekki að því spurt.

Heimamenn gerðu nokkuð áhlaup að marki gestanna á lokamínútum leiksins. Meira var hins vegar ekki skorað.

Lokatölur 1-1 í Madríd. Fín úrslit fyrir City að fara með aftur heim.

Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna í leiknum sem vefmiðillinn Goal gaf.

Real Madrid
Thibaut Courtois (7/10)

Dani Carvajal (6/10)
Antonio Rudiger (7/10)
David Alaba (7/10)
Eduardo Camavinga (8/10)

Federico Valverde (7/10)
Toni Kroos (7/10)
Luka Modric (6/10)

Rodrygo (6/10)
Karim Benzema (5/10)
Vinicius Jr (9/10)

Manchester City
Ederson (7/10):

Kyle Walker (6/10):
John Stones (6/10):
Ruben Dias (8/10):
Manuel Akanji (6/10):

Kevin De Bruyne (8/10)
Rodri (7/10)
Bernardo Silva (7/10)

Ilkay Gundogan (8/10)
Erling Haaland (5/10)
Jack Grealish (8/10)