8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Einn á slysadeild eftir bílveltu

Skyldulesning

Einn var fluttur á slysadeild.

Einn var fluttur á slysadeild eftir að hafa velt bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Fífunni. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.15.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var bílstjórinn einn í bílnum. Ekki er talið að hann hafi slasast alvarlega.

Bíllinn er mikið skemmdur. Líklega fór hann út af veginum vegna hálku en mikil hálka var á veginum, að sögn varðstjórans.

Fleiri umferðaróhöpp hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu síðasta klukkutímann. Slökkviliðið fór á tvo aðra staði, annars vegar í Kópavogi og hins vegar hjá N1 við Kringlumýrarbraut, en ekki þurfti að flytja viðkomandi á slysadeild.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir