8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Einn á slysadeild eftir harðan árekstur

Skyldulesning

Slökkvilið, lögregla og sjúkralið á vettvangi nú á tólfta tímanum.

Slökkvilið, lögregla og sjúkralið á vettvangi nú á tólfta tímanum.

Ljósmynd/Aðsend

Einn var fluttur á slysadeild eftir harðan tveggja bíla árekstur sem varð nú á tólfta tímanum við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. 

Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins rákust tveir bílar saman sem komu úr gagnstæðum áttum, en þeir skullu nánast framan hvor á öðrum. Annar þeirra hafnaði á ljósastaur sem skekktist mikið við höggið. 

Sem fyrr segir þá var einn einstaklingur fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Nánari upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir að svo stöddu. Alls voru þrír sjúkrabílar sendir á vettvang og dælubílar.

Tilkynning um slysið barst um kl. 11:25. Að sögn varðstjóra er ljóst að tafir verið á umferð á meðan það er unnið að því að hreinsa svæðið eftir áreksturinn. 

Innlendar Fréttir