8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Einn af stærstu leikjum tímabilsins (myndskeið)

Skyldulesning

Nágrannaslagur knattspyrnuliðanna Manchester United og Manchester City er orðinn mun stærri en hann var hér á árum áður.

Manchester United tekur á móti Manchester City í baráttunni um Manchester í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford á morgun.

Manchester United var með mikla yfirburði í ensku úrvalsdeildinni þegar Sir Alex Ferguson stýrði liðinu en eftir að Sheik Man­sour keypti Manchester City árið 2008 hefur ýmislegt breyst.

United vann síðast ensku úrvalsdeildina árið 2013, á síðasta ári Ferguson við stjórnvölinn, en City hefur síðan þá unnið deildina í þrígang.

Það verða engir áhorfendur á Old Trafford á morgun vegna kórónuveirufaraldursins og mun það klárlega setja sinn svip á leikinn sem er á meðal stærstu leikja tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni ár hvert.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir