4 C
Grindavik
3. mars, 2021

Einn alhvítur dagur í höfuðborginni í vetur

Skyldulesning

Aðstæður til útivistar hafa verið einstaklega góðar í vetur og …

Aðstæður til útivistar hafa verið einstaklega góðar í vetur og hefur fólk nýtt sér þær vel á Covid-tímum.

mbl.is/Sigurður Bogi

Afar snjólétt hefur verið í Reykjavík það sem af er vetri. Aðeins hefur komið einn dagur þar sem jörð hefur verið alhvít. Það var 27. nóvember.

Það sem af er desember hefur enginn alhvítur dagur komið og í veðurkortunum fyrir allra næstu daga er ekki að sjá snjókomu í höfuðborginni.

„Reykvíkingar hafa sloppið fremur vel í vetur en þetta er samt ekki sérlega óvenjulegt enn, áraskipti eru töluverð,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Meðalfjöldi alhvítra daga í Reykjavík í nóvember er 7 og 13 í desember svo staðan í ár er að mörgu leyti óvenjuleg. Aftur á móti var t.d. aðeins einn alhvítur dagur í nóvember í fyrra (sá 18.) og sömuleiðis einn líka 2018 – aftur á móti 17 árið 2017, bendir Trausti á. Það fór að snjóa 4. desember í fyrra og urðu alhvítu dagarnir í desember þá 21. „Snjóleysi nú fer fyrst að verða óvenjulegt ef enginn alhvítur dagur kemur í desember, það gerðist síðast árið 2002,“ segir Trausti í umfjöllun um veðurfarið í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir