3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Einn efnilegasti leikmaður Arsenal loksins að skrifa undir – Var orðaður við Liverpool

Skyldulesning

Folarin Balogun, ungur og efnilegur framherji Arsenal, er við það að skrifa undir nýjan samning við félagið. Framtíð hans hefur verið í óvissu í nokkra mánuði og leikmaðurinn verið orðaður við mörg lið.

Lengi vel leit út fyrir að leikmaðurinn myndi fara næsta sumar í leit að fleiri spiluðum mínútum. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur lítið notað leikmanninn. Balogun hefur spilað fimm leiki fyrir aðallið Arsenal. Þá skoraði hann á móti bæði Molde og Dundalk í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Í vetur hefur Balogun verið orðaður við Liverpool og Brentford ásamt nokkrum liðum í þýsku Bundesligunni. Þá hafnaði Arsenal tilboði frá Sheffield United í leikmannin síðasta sumar.

Nú er hins vegar útlit fyrir að leikmaðurinn verði áfram. Samkvæmt The Athletic er tímaspursmál hvenær hann skrifar undir nýjan fjögurra ára samning.

Framtíð Alexandre Lacazette, sem er í samkeppni við Balogun um stöðu hjá Arsenal er í óvissu. Samningur hans rennur út í sumar. Þá er óljóst hvað verður um Eddie Nketiah, sem hefur einnig þurft að sætta sig við fáar mínútur í framlínu Arsenal á tímabilinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir