Alls greindust 14 með kórónuveirusmit innanlands í gær. Einn var ekki í sóttkví. Í einangrun eru 205 og hefur fjölgað um 1 á milli daga. Af þeim 205 sem eru í einangrun eru 176 búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 19 börn yngri en 18 ára eru með Covid-19 í dag á öllu landinu.
Við landamærin greindist einn við seinni skimun en þrír voru með mótefni. Á sjúkrahúsi eru nú 38 sjúklingar með Covid-19 og af þeim eru tveir á gjörgæslu.
Heldur hefur fjölgað í sóttkví en þeir eru 670 talsins en voru 637 í gær. Í skimunarsóttkví er 971. Rúmlega 1.300 sýni voru tekin innanlands í gær en 343 á landamærunum.
Fréttin verður uppfærð