„Liverpool og Manchester City hafa hækkað rána undanfarin ár,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City þegar hann ræddi stórleik City og Liverpool sem fram fer á morgun.
City er með 73 stig í efsta sæti deildarinnar en Liverpool kemur þar á eftir með 72 stig og því mikið undir á Etihad-vellinum í Manchester í stórleik helgarinnar.
„Önnur lið gera sér grein fyrir því að þau þurfa að gefa í ef þau ætla að berjast við þessi tvö lið,“ sagði Guardiola.
„Liverpool er einhver erfiðasta andstæðingur sem ég hef mætt á knattspyrnustjóraferlinum.
Ég er oftast rólegri í undirbúningnum fyrir þessa stóru leiki því ég veit að ég þarf ekki að hvetja leikmennina eitthvað sérstaklega,“ bætti Guardiola við.
Leikur Manchester City og Liverpool verður sýndur beint á Síminn Sport.