2 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Einn harðasti grannaslagurinn (myndskeið)

Skyldulesning

Grannaslagurinn í Norður-Lundúnum, milli erkifjendanna í Tottenham og Arsenal, er einn sá allra harðasti í ensku úrvalsdeildinni.

Norður-Lundúnaslagurinn á sér vitanlega afar langa sögu, bæði fyrir og eftir stofnun ensku úrvalsdeildarinnar, en í meðfylgjandi myndskeiði er stiklað á stóru í sögu slagsins í úrvalsdeildinni.

Þar gæti það komið einhverjum á óvart að Tottenham vann báða leikina gegn erkifjendunum á fyrsta tímabili úrvalsdeildarinnar.

Arsenal er þó með betri árangur í innbyrðis viðureignum þar sem liðið hefur unnið 20 sinnum, 23 leikir hafa endað með jafntefli og Tottenham hefur unnið 13 leiki.

Innslagið má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

Innlendar Fréttir