3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Einn kinnhestur en ekki tvö hnefahögg

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 21.1.2021
| 15:52

Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.

mbl.is/Skapti

Karlmaður um sjötugt hefur verið dæmdur fyrir að reka öðrum manni einn kinnhest á Akureyri í apríl á síðasta ári. Upphaflega var hann ákærður fyrir líkamsárás með að hafa gefið manninum tvö hnefahögg í andlitið.

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra að ákæruvaldið hafi breytt ákærunni við meðferð málsins úr tveimur hnefahöggum í einn kinnhest. Eftir breytinguna játaði maðurinn líkamsárásina og var hann í framhaldinu dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Innlendar Fréttir