Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn

0
121

Samkvæmt heimildum mbl.is voru sjö sofandi um borð þegar eldurinn kom upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einn lést þegar eldur kom upp í bát í Njarðvíkurhöfn í nótt. Þrír voru um borð í bátnum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús en endurlífgunartilraunir á þeim þriðja á vettvangi báru ekki árangur.

Hann var þá fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir í samtali við mbl.is að útkall hafi borist tíu mínútur yfir tvö í nótt. Mikill eldur hafi verið í bátnum.

Sigurður segir eld hafa tekið sig upp á ný um sjöleytið í morgun og að slökkkvistarf standi enn yfir.

Uppfært klukkan: 10.00

Samkvæmt heimildum mbl.is voru sjö sofandi um borð þegar eldurinn kom upp í bátnum.

Lögregla hefur lítið getað tjáð sig um málið þar sem ekki hefur verið hægt að komast inn vegna hita og reyks.

Lögregla hefur lítið getað tjáð sig um málið þar sem ekki hefur verið hægt að komast inn vegna hita og reyks. mbl.is/Kristinn Magnússon