einn-umdeildasti-domarinn-haettir

Einn umdeildasti dómarinn hættir

Mike Dean leggur flautuna á hilluna eftir leiktíðina.

Mike Dean leggur flautuna á hilluna eftir leiktíðina. AFP

Enski knattspyrnudómarinn Mike Dean leggur flautuna á hilluna eftir yfirstandandi leiktíð. Dean, sem er 53 ára, er einn umdeildasti dómarinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Dean hefur dæmt 838 leiki í meistaraflokki á ferlinum og þar af 553 í ensku úrvalsdeildinni. Í þeim hefur hann gefið 2.975 gul spjöld, 99 rauð spjöld og 262 vítaspyrnur.

Hann hefur verið sakaður af stuðningsmönnum hinna ýmsu liða fyrir að vilja hafa athyglina á sér en hann er þekktur fyrir ýktar handabendingar og að gefa leikmönnum gul spjöld án þess að horfa í áttina til þeirra.

Dean ætlaði að hætta eftir síðustu leiktíð en hætti við þar sem hann vildi hafa stuðningsmenn á völlunum á sínu síðasta tímabili. Vegna kórónuveirunnar voru stuðningsmenn ekki leyfðir á síðustu leiktíð. 


Posted

in

,

by

Tags: