9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Eins og túnæfing árið 2009

Skyldulesning

Helena Ólafsdóttir á aðdáendasvæðinu í Manchester í dag.

Helena Ólafsdóttir á aðdáendasvæðinu í Manchester í dag. mbl.is/Karítas

„Ég kom síðast á stórmót með kvennalandsliðinu árið 2009 og það er ótrúlegt að sjá breytingarnar sem hafa orðið á þessum tíma. Hvað þetta er allt orðið stærra og skemmtilegra.“

Þetta segir Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi knattspyrnukona og umsjónarmaður Bestu markanna á Stöð2 sport. Hún er stödd í Manchester til að fylgjast með EM í fótbolta og styðja landslið Íslands. 

Hún ferðast með nokkurra kvenna hópi af gamalreyndum fótboltakonum sem sækja gjarnan fótboltamót saman. 

Helena segir að ásamt því að mótið sé orðið mikið stærra sé meiri fagmennska í kringum mótið. „Þetta var svolítið eins og að mæta á túnæfingu þegar ég var á mótinu árið 2009,“ segir hún. 

Helena og vinkonur hennar hafa mætt nærri öll kvöld síðan þær lentu í Manchester á aðdáendasvæðið að horfa á leiki annarra landa. Íslendingar hafa mætt vel á aðdáendasvæðið og Helena segir mikla stemmningu og samkennd myndast með þeim. 

Var svekkt eftir síðasta leik 

Helena segir að eftir að hafa skoðað leik Íslands gegn Belgíu með greinandaaugunum hafi hún verið svekkt með jafnteflið. „En þær stóðu sig vel og jafntefli, eins og Steini [landsliðsþjálfari] segir, heldur okkur inni í öllum möguleikum. Ég hefði viljað sigur eins og allir en við vitum að það er erfitt að mæta í fyrsta leik, spennulega séð. Ég vona að þær séu búnar að hrista þær af sér fyrir næsta leik.“

Helena telur líklegt að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari muni gera áherslubreytingar í leiknum en ólíklegt að hann breyti byrjunarliðinu. 

Þá bendir Helena á að landslið Ítalíu sé firnasterkt og búast megi við því að leikurinn verða alveg jafn erfiður og síðast. „Ítalía er í þvílíkri uppsveiflu, líkt og mörg önnur lið í heiminum. Ég hef tröllatrú á stelpunum en við verðum að nýta öll augnablik og færi sem að við fáum – þannig vinnast svona landsleikir.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir