2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

„Einstakt um borð í togara í ralli“

Skyldulesning

Rannsóknateymi Hafrannsóknastofnunar í borðsalnum á Gullver undir mynd af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Talið frá vinstri: Hrefna Zoega, Ása Hilmarsdóttir, Klara Jakobsdóttir leiðangursstjóri, Ragnhildur Magnúsdóttir og Sólrún Sigurgeirsdóttir Ljósmynd/Síldarvinnslan

„Hér um borð eru fimm starfsmenn frá Hafrannsóknastofnun og það vill svo til að það eru allt konur. Ég held að það sé einstakt um borð í togara í ralli,“ er haft eftir Steinþóri Hálfdanarsyni, skipstjóra á Gullver NS, á vef Síldarvinnslunnar. „Mönnum líkar vel að hafa þær hér um borð. Hér er allt í sátt og samlyndi. Nú höldum við inn á Seyðisfjörð í kvöld og það er gert ráð fyrir að skipið haldi síðan til veiða á sunnudag,“ segir Steinþór.

Gullver hefur undanfarið tekið þátt í togararalli Hafrannsóknastofnunar sem hófst í byrjun mars. Byrjað var á hinu svokallaða norðaustursvæði. Fyrst var togað á syðsta hluta svæðisins og var skipið komið norður á Héraðsflóa þegar haldið var til hafnar á Seyðisfirði, en þá var búið að toga á 73 af þeim 151 stöðvum sem til stóð.

Gullver NS kom til Seyðisfjarðar þegar rallið var hálfnað. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Ómar Bogason

Í kjölfar þess að var haldið í átt að Digranesflakinu og síðan haldið áfram vestur undir Kolbeinsey.

„Ég held að megi segja að það gangi bara vel,“ segir Steinþór en síðasta holið af 151 var tekið í morgun þegar skipið var á Bakkaflóadýpinu í vindi og sólskini. „Við hófum rallið 1. mars, fórum í land þegar við vorum hálfnaðir og síðan þurftum við að skutla veikum skipverja í land. Annars hefur allt gengið eftir bókinni og það hafa ekki verið teljandi tafir vegna veðurs.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir