5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Einu skapandi leikmenn United

Skyldulesning

Paul Pogba og Bruno Fernandes fagna marki þess fyrrnefnda í …

Paul Pogba og Bruno Fernandes fagna marki þess fyrrnefnda í vetur.

AFP

Bruno Fernandes og Paul Pogba, miðjumenn enska knattspyrnufélagsins Mancehster United, eru einu leikmenn liðsins sem geta skapað afgerandi marktækifæri fyrir liðsfélaga sína að mati Gary Nevilles, fyrrverandi fyrirliða félagsins.

Neville var ekki hrifinn af spilamennsku United í 1:0-sigri liðsins gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sjálfsmark Craig Dawson á 53. mínútu reyndist sigurmark leiksins en United hefur lent í vandræðum gegn liðum sem sitja aftarlega á vellinum og verjast djúpt í vetur.

„United hefur ekki verið sannfærandi gegn liðum sem verjast djúpt og eru með tíu menn fyrir aftan boltann,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leik gærdagsins.

„United verður að bæta sig í þessu til að taka næsta skref því það eru mjög mörg lið í dag sem verjast aftarlega og beita skyndisóknum.

Þegar maður horfir á Manchester City þá eru þeir með leikmenn eins og De Bruyne, Gündogan, Mahrez, Forden. Þetta eru fjórir til sex leikmenn sem geta búið eitthvað til hjá City.

United er með tvo svona leikmenn, Bruno Fernandes og Paul Pogba,“ bætti Neville við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir