4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

Einum Man­son-fylgj­enda enn neitað um reynslu­lausn

Skyldulesning

Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn.

Van Houten var dæmd til dauða fyrir að hafa drepið Rosemary og Leno LaBianca á heimili þeirra í Los Angeles í ágúst 1969. Hún var þá nítján ára og yngst í þeirri sveit sem stýrt var af Manson. Dómnum yfir Van Houten var breytt í lífstíðarfangelsi árið 1978.

Beiðni Van Houten um reynslulausn fékk samþykki nefndar sem fer með slík mál í júlí síðastliðinn, en ríkisstjórinn Gary Newsom segir samfélaginu þó enn stafa hætta af hinni 71 árs Van Houten.

„Sé litið til öfgafulls eðlis þess glæps sem hún átti þátt í að fremja, þá tel ég hana ekki hafa sýnt fram á nægileganskilning á því sem fékk hana til að taka þátt í illum vígum Manson-fjölskyldunnar,“ skrifar Newsom.

Þetta er í fjórða sinn sem ríkisstjóri snýr við tillögu nefndarinnar um að veita Van Houten reynslulausn. Lögmaður Van Houten segir að ákvörðun Newsom verði áfrýjað.

Charles Manson dó í fangelsi árið 2017, þá 83 ára að aldri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir